Þær fréttir bárust frá Kína í síðustu viku að fyrstu erfðabreyttu börnin væru fædd. Vísindaheimurinn stóð á gati, sér í lagi vísindamenn sem vinna við erfðarannsóknir og nota erfðabreytingar í því skyni daglega. Erum við stödd í vísindaskáldsögu eða er tæknin raunverulega komin á þennan stað?
Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui tilkynnti fréttastofu AP að hann hefði aðstoðað sjö pör með tæknifrjóvgun sem fól í sér erfðabreytingar á erfðaefni fósturvísanna. Börnin eru tvíburastúlkur sem fæddust kínversku pari, þar sem karlmaðurinn er HIV-jákvæður. Það ætti svo sem ekki að skipta máli, en þegar erfðabreytingin sjálf er skoðuð er það auðvitað grundvallaratriði.
Vörn gegn HIV
Genið sem varð fyrir valinu er nefnilega CCR5 sem skráir fyrir viðtaka á yfirborði ónæmisfrumna. HIV-veiran nýtir sér þennan viðtaka til að smygla sér inn í T-frumurnar. Nokkur dæmi eru þekkt í heiminum þar sem einstaklingar með ákveðnar basabreytingar á þessu geni eru verndaðir gegn HIV-veirunni. CCR5 gerir …
Athugasemdir