Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hinir meintu erfðabreyttu tvíburar

Kín­versk­ir vís­inda­menn full­yrða að erfða­breytt börn hafi fæðst. Eng­ar sann­an­ir eru þó komn­ar fram um að svo sé. Sið­ferð­is­leg­ar spurn­ing­ar hljóta hins veg­ar að vakna í kjöl­far­ið.

Hinir meintu erfðabreyttu tvíburar
Ósannað Fullyrt er að erfðabreyttir tvíburar séu fæddir í Kína. Mynd: Shutterstock

Þær fréttir bárust frá Kína í síðustu viku að fyrstu erfðabreyttu börnin væru fædd. Vísindaheimurinn stóð á gati, sér í lagi vísindamenn sem vinna við erfðarannsóknir og nota erfðabreytingar í því skyni daglega. Erum við stödd í vísindaskáldsögu eða er tæknin raunverulega komin á þennan stað?

Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui tilkynnti fréttastofu AP að hann hefði aðstoðað sjö pör með tæknifrjóvgun sem fól í sér erfðabreytingar á erfðaefni fósturvísanna. Börnin eru tvíburastúlkur sem fæddust kínversku pari, þar sem karlmaðurinn er HIV-jákvæður. Það ætti svo sem ekki að skipta máli, en þegar erfðabreytingin sjálf er skoðuð er það auðvitað grundvallaratriði.

Vörn gegn HIV

Genið sem varð fyrir valinu er nefnilega CCR5 sem skráir fyrir viðtaka á yfirborði ónæmisfrumna. HIV-veiran nýtir sér þennan viðtaka til að smygla sér inn í T-frumurnar. Nokkur dæmi eru þekkt í heiminum þar sem einstaklingar með ákveðnar basabreytingar á þessu geni eru verndaðir gegn HIV-veirunni. CCR5 gerir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár