Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björgvin G. Sigurðsson birtir reynslusögu sína á netinu

Við­skipta­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi úr hrun­stjórn­inni birt­ir bók­ina Storm­ur­inn – reynslu­saga ráð­herra í heild á sér­stakri vef­síðu. Seg­ir mik­il­vægt að helstu heim­ild­ir um hrun­ið séu að­gengi­leg­ar.

Björgvin G. Sigurðsson birtir reynslusögu sína á netinu
Birt á netinu Björgvin G. Sigurðsson hefur birt reynslusögu sína, Stormurinn - reynslusaga ráðherra, í heild á netinu.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra í hrunstjórninni, hefur ákveðið að birta reynslusögu sína á netinu. Björgvin skrifaði bókina Stormurinn – reynslusaga ráðherra eftir hrun og var hún gefin út fyrir átta árum síðan. Fjallar hún um aðdraganda efnahagshrunsins 2008 og eftirmála þess út frá sjónarmiði Björgvins.

Bókin mun vera orðin fágæt á prenti en Björgvin segir engu að síður oft leitað til hans um hana. Því hafi hann ákveðið að birta bókina í heild sinni á netinu, á sérstakri vefsíðu til þess ætlaðri. „Mikilvægt er að allar helst heimildir um þessa einstöku tíma og atburði í sögu okkar séu aðgengilegir í framtíðinni,“ segir Björgvin.

Björgvin sat sem viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde á árunum 2007 til 2009. Björgvin axlaði ábyrgð sína á hruninu með því að segja af sér, einn ráðherra, í janúar 2009. „Ég hef aldrei verið í vafa um að ég ber hluta af hinni pólitísku ábyrgð og hef alltaf ætlað að axla hana,“ sagði Björgvin á blaðamannafundi þegar hann tilkynnti afsögn sína. Björgvin gaf kost á sér til áframhaldandi þingsetu og var kjörinn á þing í kosningunum 2009. Hann sat sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2010. Hann var og einn þeirra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana í aðdraganda falls íslensku bankanna. Meirihluti þingmannanefndar Alþingis um skýrslu rannsóknarnefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að draga ætti Björgvin fyrir Landsdóm fyrir aðgerðarleysi sitt. Tillaga þar um var felld á Alþingi.

Hér að neðan má lesa stutta lýsingu úr bók Björgvins, en hana alla má nálgast á síðunni stormurinn.is:

Ríkisstjórnarfundurinn, sem haldinn var morguninn eftir, varð ekki til að draga úr þeim sem vildu ræða stjórnarslit í fullri alvöru.

Nokkrum mínútum eftir að fundurinn hófst var Geir H. Haarde forsætisráðherra kallaður fram. Til baka kom hann fölur yfirlitum og augljóslega mjög sleginn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði okkur síðar að Geir hefði verið ævareiður.

Ástæða þess að Geir var kallaður út af fundinum var að þangað hafði án fyrirvara tilkynnt komu sína óboðinn gestur. Það var Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Þegar Geir kom inn á fundinn kvað hann Davíð hafa tjáð sér að hann hefði mjög váleg tíðindi að færa.

Það var rafmagni og spennu hlaðið augnablik þegar Davíð gekk inn í ríkisstjórnarherbergið. Hann var greinilega undir miklu álagi og virkaði lítt hvíldur og tættur útlits. Það var ekki oft sem maður sá gamla stríðshestinum brugðið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár