Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fagnaði arfleifð R-listans í jómfrúarræðunni

Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir lækna­nemi rakti hvernig hlut­fall barna með leik­skóla­pláss jókst úr 30 pró­sent­um í 80 pró­sent­um á tveim­ur kjör­tíma­bil­um þeg­ar R-list­inn var við völd í Reykja­vík.

Fagnaði arfleifð R-listans í jómfrúarræðunni

Ragna Sigurðardóttir, varafulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, flutti jómfrúarræðu sína á borgarstjórnarfundi í dag.

Í ræðu sinni rakti Ragna uppbyggingu leikskóla borgarinnar á undanförnum áratugum. „Árið 1994 voru 30 prósent barna á leikskólaaldri með leikskólapláss í Reykjavík. Á næstu tveimur kjörtímabilum vann Reykjavíkurlistinn, meðal annars undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, markvisst að því að byggja upp leikskólana í Reykjavík og árið 2002 voru 80 prósent barna á leikskólaaldri í Reykjavík komin með leikskólapláss. Síðan þá hefur hlutfallið aukist í yfir 90 prósent, sem er mun hærra hlutfall en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ sagði Ragna og fullyrti að nú stæði til að gera enn betur með aðgerðum borgarinnar til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Tillögur um slíkar aðgerðir voru samþykktar á fundi borgarstjórnar í dag.

Ragna er 26 ára læknanemi og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún tók við því hlutverki í fyrra eftir að hafa leitt Röskvu, samtök félagshyggjufólks, til stærsta sigurs sem hreyfingin hefur unnið í kosningum til Stúdentaráðs síðan 1994. Það vill svo til að þá var líka ungur læknanemi efsti maður á lista hreyfingarinnar, en sá hét Dagur B. Eggertsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár