Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Spyr hvort brenna eigi fleiri jarðneskar leifar

Andrés Ingi Jóns­son spyr dóms­mála­ráð­herra hversu mik­ið pláss þurfi und­ir kirkju­garða næstu ára­tug­ina og hvort til standi að auka hlut bálfara.

Spyr hvort brenna eigi fleiri jarðneskar leifar
Spyr um líkbrennslu Andrés Ingi hefur lagt fyrirspurn fyrir ráðherra um hlut líkbrennsla í útförum og hvort til standi að auka þann hlut á næstu árum. Mynd: vg.is

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, spyr hvort dómsmálaráðherra telji að auka eigi hlut bálfara af öllum útförum. Þetta kemur fram í skriflegri fyrirspurn hans á Alþingi.

Andrés spyr hvert hlutfall bálfara sé nú af öllum útförum og hvernig dómsmálaráðherra telji að auka megi hlut þeirra, ef ástæða sé til. Þá spyr hann hversu margar umsóknir hafi borist undanfarin fimm ár um dreifingu ösku utan kirkjugarða og hversu mörgum þeirra hafi verið synjað.

Loks spyr Andrés hvort ráðuneytið hafi metið hversu mikið pláss muni þurfa undir kirkjugarða og löggilta grafreiti næstu áratugi miðað við mannfjöldaspár.

Fyrirspurnin í heild sinni

     1.      Hversu hátt hefur hlutfall bálfara verið árlega af öllum útförum undanfarin fimm ár? 
     2.      Hversu margar umsóknir hafa borist árlega um dreifingu ösku utan kirkjugarða undanfarin fimm ár? Hversu mörgum þeirra hefur verið synjað? 
     3.      Hvaða skilgreiningu á öræfum og óbyggðum er stuðst við þegar leyfi er veitt fyrir því að dreifa ösku, sbr. lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, og reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs, nr. 203/2003? 
     4.      Hefur ráðuneytið metið hversu mikið landrými þarf undir kirkjugarða og löggilta grafreiti næstu áratugi miðað við mannfjöldaspá? 
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að auka hlut bálfara? Ef svo er, hvernig? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár