Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands

Upp­safn­að fram­leiðslutap vegna bankakrepp­unn­ar nam um þriðj­ungi af lands­fram­leiðslu Ís­lands sam­kvæmt hóf­legu mati Seðla­bank­ans. Efna­hags­legu áhrif­in af bankakrepp­unni sam­svör­uðu tekjutapi sem nem­ur um 2,5 millj­ón­um króna á hvern lands­mann.

Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands

Uppsafnað framleiðslutap vegna bankahrunsins 2008 og kreppunnar nam um þriðjungi af landsframleiðslu Íslands samkvæmt varkáru mati Seðlabankans sem kynnt er í nýútkomnum Peningamálum, ársfjórðungsriti bankans um efnahagsmál og forsendur peningastefnunnar. Efnahagslegu áhrifin af bankakreppunni samsvöruðu þannig varanlegu tekjutapi sem nemur um 2,5 milljónum króna á hvern landsmann.  

Árið 2012 áætluðu hagfræðingarnir Fabian Valencia og Luc Laeven að framleiðslutapið vegna íslensku bankakreppunnar hefði numið um 42 prósentum. Sigríður Benediktsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Eggert Þórarinsson mátu hins vegar framleiðslutapið um 86 prósent af landsframleiðslu í grein um íslenska bankahrunið síðasta haust. Það hve niðurstöðurnar eru ólíkar stafar einkum af því að mismunandi forsendur eru lagðar til grundvallar matinu (t.d. um hvað er raunhæft að gera ráð fyrir að landsframleiðsla hefði aukist mikið ef engin fjármálakreppa hefði skollið á). 

Hvort sem litið er til mats Valencia og Laeven, Sigríðar, Gauta og Eggerts eða nýs mats Seðlabankans, er ljóst að samdrátturinn vegna íslenska bankahrunsins var töluvert meiri en samdrátturinn í helstu iðnríkjum og langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna. 

Harður skellur en hraður batiSamdrátturinn á Íslandi var meiri en víða annars staðar en efnahagsbatinn þó einnig kröftugri.

Bæði banka- og gjaldeyriskreppa

„Ástæður þess að samdrátturinn varð meiri hér á landi en í öðrum þróuðum ríkjum eru margar og endurspegla að verulegu leyti að mikið þjóðhagslegt og fjármálalegt ójafnvægi hafði byggst upp í aðdraganda fjármálakreppunnar,“ segir í rammagrein í Peningamálum.

„Birtist það t.d. í miklum viðskiptahalla og hraðvaxandi skuldsetningu, m.a. í erlendum gjaldmiðlum. Ólíkt því sem gerðist í öðrum iðnríkjum varð fjármálakreppan hér á landi því tvíþætt. Til viðbótar við víðtæka bankakreppu varð einnig alvarleg gjaldeyriskreppa en rannsóknir sýna að þegar þetta tvennt fer saman (þ.e. svo kölluð tvíburakreppa) verður efnahagssamdrátturinn jafnan mun dýpri og langvinnari.“ 

Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla saman um 6,8 prósent árið 2009 og um 3,4 prósent til viðbótar árið 2010 eða samtals um 10 prósent. Það var ekki fyrr en árið 2015 sem landsframleiðslan náði aftur því stigi sem hún var á fyrir fjármálakreppuna. 

Miða við 2,8 prósenta leitnivöxt

Seðlabankinn bendir á að mat á framleiðslutapi vegna kreppunnar sé alltaf háð mikilli óvissu. Hefðbundin aðferð við slíkt mat sé að „bera raunverulega þróun landsframleiðslunnar saman við mat á leitniferli hennar og áætla framleiðslutapið sem uppsöfnuð frávik framleiðslunnar frá leitniferlinu í kjölfar fjármálakreppunnar“.

Við val á leitnivexti taldi Seðlabankinn óraunhæft að miða við meðalhagvöxt á Íslandi á bóluárunum fyrir hrun. Í staðinn var ákveðið að miða við tímabilið 1984 til 2003 þegar meðalhagvöxtur var 2,8 prósent, um það bil jafn hár og Seðlabankinn hefur talið að samsvari langtímahagvaxtargetu þjóðarbúsins.

Út frá þessum forsendum, þ.e. með samanburði á raunverulegri landsframleiðslu og leitniferli byggðum á meðalhagvexti fyrrgreinds tímabils, kemst Seðlabankinn að þeirri niðurstöðu að samanlagt framleiðslutap kreppuáranna sé um 35 prósent. „Efnahagsleg áhrif fjármálakreppunnar voru því veruleg: áætlað er að uppsafnað framleiðslutap nemi liðlega þriðjungi af landsframleiðslu sem samsvarar varanlegu tekjutapi sem nemur um 2 1⁄2 m.kr. á hvern landsmann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu