Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands

Upp­safn­að fram­leiðslutap vegna bankakrepp­unn­ar nam um þriðj­ungi af lands­fram­leiðslu Ís­lands sam­kvæmt hóf­legu mati Seðla­bank­ans. Efna­hags­legu áhrif­in af bankakrepp­unni sam­svör­uðu tekjutapi sem nem­ur um 2,5 millj­ón­um króna á hvern lands­mann.

Bankakreppan þurrkaði út meira en þriðjung af landsframleiðslu Íslands

Uppsafnað framleiðslutap vegna bankahrunsins 2008 og kreppunnar nam um þriðjungi af landsframleiðslu Íslands samkvæmt varkáru mati Seðlabankans sem kynnt er í nýútkomnum Peningamálum, ársfjórðungsriti bankans um efnahagsmál og forsendur peningastefnunnar. Efnahagslegu áhrifin af bankakreppunni samsvöruðu þannig varanlegu tekjutapi sem nemur um 2,5 milljónum króna á hvern landsmann.  

Árið 2012 áætluðu hagfræðingarnir Fabian Valencia og Luc Laeven að framleiðslutapið vegna íslensku bankakreppunnar hefði numið um 42 prósentum. Sigríður Benediktsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Eggert Þórarinsson mátu hins vegar framleiðslutapið um 86 prósent af landsframleiðslu í grein um íslenska bankahrunið síðasta haust. Það hve niðurstöðurnar eru ólíkar stafar einkum af því að mismunandi forsendur eru lagðar til grundvallar matinu (t.d. um hvað er raunhæft að gera ráð fyrir að landsframleiðsla hefði aukist mikið ef engin fjármálakreppa hefði skollið á). 

Hvort sem litið er til mats Valencia og Laeven, Sigríðar, Gauta og Eggerts eða nýs mats Seðlabankans, er ljóst að samdrátturinn vegna íslenska bankahrunsins var töluvert meiri en samdrátturinn í helstu iðnríkjum og langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna. 

Harður skellur en hraður batiSamdrátturinn á Íslandi var meiri en víða annars staðar en efnahagsbatinn þó einnig kröftugri.

Bæði banka- og gjaldeyriskreppa

„Ástæður þess að samdrátturinn varð meiri hér á landi en í öðrum þróuðum ríkjum eru margar og endurspegla að verulegu leyti að mikið þjóðhagslegt og fjármálalegt ójafnvægi hafði byggst upp í aðdraganda fjármálakreppunnar,“ segir í rammagrein í Peningamálum.

„Birtist það t.d. í miklum viðskiptahalla og hraðvaxandi skuldsetningu, m.a. í erlendum gjaldmiðlum. Ólíkt því sem gerðist í öðrum iðnríkjum varð fjármálakreppan hér á landi því tvíþætt. Til viðbótar við víðtæka bankakreppu varð einnig alvarleg gjaldeyriskreppa en rannsóknir sýna að þegar þetta tvennt fer saman (þ.e. svo kölluð tvíburakreppa) verður efnahagssamdrátturinn jafnan mun dýpri og langvinnari.“ 

Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla saman um 6,8 prósent árið 2009 og um 3,4 prósent til viðbótar árið 2010 eða samtals um 10 prósent. Það var ekki fyrr en árið 2015 sem landsframleiðslan náði aftur því stigi sem hún var á fyrir fjármálakreppuna. 

Miða við 2,8 prósenta leitnivöxt

Seðlabankinn bendir á að mat á framleiðslutapi vegna kreppunnar sé alltaf háð mikilli óvissu. Hefðbundin aðferð við slíkt mat sé að „bera raunverulega þróun landsframleiðslunnar saman við mat á leitniferli hennar og áætla framleiðslutapið sem uppsöfnuð frávik framleiðslunnar frá leitniferlinu í kjölfar fjármálakreppunnar“.

Við val á leitnivexti taldi Seðlabankinn óraunhæft að miða við meðalhagvöxt á Íslandi á bóluárunum fyrir hrun. Í staðinn var ákveðið að miða við tímabilið 1984 til 2003 þegar meðalhagvöxtur var 2,8 prósent, um það bil jafn hár og Seðlabankinn hefur talið að samsvari langtímahagvaxtargetu þjóðarbúsins.

Út frá þessum forsendum, þ.e. með samanburði á raunverulegri landsframleiðslu og leitniferli byggðum á meðalhagvexti fyrrgreinds tímabils, kemst Seðlabankinn að þeirri niðurstöðu að samanlagt framleiðslutap kreppuáranna sé um 35 prósent. „Efnahagsleg áhrif fjármálakreppunnar voru því veruleg: áætlað er að uppsafnað framleiðslutap nemi liðlega þriðjungi af landsframleiðslu sem samsvarar varanlegu tekjutapi sem nemur um 2 1⁄2 m.kr. á hvern landsmann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár