Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“

Sjálf­stæð­is­kon­an Sirrý Hall­gríms­dótt­ir sak­ar Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar, um að mis­beita valdi sínu til þess að Gunn­ar Smári Eg­ils­son kom­ist í 12 millj­arða króna sjóði Efl­ing­ar.

Sólveig Anna segir Sirrý „fyrirlitlega manneskju“
Sólveig Anna Jónsdóttir Var óvænt kjörin formaður Eflingar með miklum yfirburðum í fyrra, en hefur kvartað undan skoðanaskrifum í Fréttablaðinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, um pistlahöfundinn Sirrý Hallgrímsdóttur, sem færir fram ásakanir á hendur verkalýðsforystunni og kenningu um áhrif Gunnars Smára Egilssonar í bakpistli sínum í Fréttablaðinu í dag. 

Í pistlinum sakar Sirrý stjórnendur Eflingar um að hafa „sent gjaldkerann í veikindaleyfi“ til að Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefanda Fréttablaðsins og Fréttatímans og einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands, gæti komist í 12 milljarða króna sjóði Eflingar. 

„Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar,“ skrifar Sirrý. 

Sólveig Anna svarar af hörku og kvartar undan „ógeði“ og „þvaðri“. „Nú hefur gáfnaljósið Sirrý Hallgrímsdóttir ákveðið að taka þátt í ógeðinu með því að taka undir lygarnar og þvaðrið úr fólki sem þolir ekki að verka og láglaunafólk krefjist þess að vera metið að verðleikum í íslensku samfélagi. Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli. Í raun er hún að ásaka mig um þjófnað; að hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hafi gefið kost á mér sem formaður Eflingar hafi verið til að svíkja og pretta og stela. Það er ótrúlegt að þurfa að sitja undir uppspuna og deleríngum í fólki með skerta siðferðiskennd, en ég segi aftur: Hér fáum við ótrúlegt tækifæri til að upplifa hvernig borgarastéttin tjúllast þegar að henni er sótt og þegar fólk ákveður að hætta að bugta sig og beygja fyrir mannfjandsamlegum efnahagslögmálum hennar,“ segir Sólveig Anna.

Forsaga ásökunar Sirrýjar eru átök á skrifstofu Eflingar í tengslum við reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttir, ljósmyndara og eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, vegna verkefnisins Fólkið í Eflingu, sem birtist á vef Eflingar. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins neitaði fjármálastjóri að staðfesta reikning hennar, og fór í kjölfarið í veikindaleyfi. Eftir það færði Gunnar Smári Egilsson fram ásakanir á hendur fjármálastjóranum, þess efnis að hún hefði beint viðskiptum til eiginmanns síns fyrir hönd Eflingar. Í yfirlýsingu frá Sólveigu Önnu kom fram að fréttaflutningur Morgunblaðsins af málinu væri rangur, að stjórn hefði samþykkt reikninga Öldu Lóu og fjármálastjórinn hefði ekki hafnað að greiða þá.

Pistill SirrýjarHöfundur bankþanka Fréttablaðsins ásakar forystu Eflingar.

Sirrý Hallgrímsdóttir hefur í gegnum árin tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, og meðal annars gegnt formennsku í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verið formaður Upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins, setið í miðstjórn og var um skeið varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þá var hún ráðin aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, árið 2013.

Sólveig Anna sagði nýverið að Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, væri einn af „óvinum vinnandi stétta“ og að hann væri handbendi húsbónda síns, vegna leiðaraskrifa Harðar í Fréttablaðinu, þar sem hann sagði kröfur Starfsgreinasambandsins vegna kjarasamninga vera „sturlaðar“. Hörður hefur nú skrifað þrjá leiðara í röð þar sem hann gagnrýnir kröfur launþega um töluverðar kjarabætur.

Hér er færsla Sólveigar Önnu í heild sinni:

„Enn og aftur er viðbjóðslegur áróður um mig og Eflingu borinn inn á heimili fólks með Fréttablaðinu. Nú hefur gáfnaljósið Sirrý Hallgrímsdóttir ákveðið að taka þátt í ógeðinu með því að taka undir lygarnar og þvaðrið úr fólki sem þolir ekki að verka og láglaunafólk krefjist þess að vera metið að verðleikum í íslensku samfélagi. 

Þessi fyrirlitlega manneskja ásakar mig um óheiðarleika og glæpaeðli. Í raun er hún að ásaka mig um þjófnað; að hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hafi gefið kost á mér sem formaður Eflingar hafi verið til að svíkja og pretta og stela. Það er ótrúlegt að þurfa að sitja undir uppspuna og deleríngum í fólki með skerta siðferðiskennd, en ég segi aftur: Hér fáum við ótrúlegt tækifæri til að upplifa hvernig borgarastéttin tjúllast þegar að henni er sótt og þegar fólk ákveður að hætta að bugta sig og beygja fyrir mannfjandsamlegum efnahagslögmálum hennar. 

Allt um hið sanna eðli þess sem skrifar opinberast í soranum: 

Viljinn til að ljúga, viljinn til að hræða, viljinn til að leita allra leiða til að sabótera baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Og viljinn til að notast við þetta ógeðslega og ódýra bragð fólks sem einskis svífst: 

Að reyna að etja saman stétt verka og láglaunafólks og þeim háskólamenntuðu í samfélaginu með því að draga ljósmæður inn í aumkunarvert skítkastið, með því að ganga út frá því að ljósmæður muni ekki standa með fólki sem ekki hefur háskólamenntun þegar það krefst þess að hér verði byggt upp gott og öruggt húsnæðiskerfi, að hér verði skattbyrgðinni létt af lágtekjuhópunum, að hér fái fólk laun sem duga til að lifa mannsæmandi tilveru. 

Ég fullyrði: Ljósmæður, eins og annað eðlilegt fólk með eðlilega siðferðiskennd í íslensku samfélagi, munu standa með okkur í baráttunni. Af því að þær, eins og allt eðlilega innréttað fólk, gera sér grein fyrir því að gott og mannvænt samfélag byggist upp á því að fólk hafi það gott, að fólk lifi við öryggi, að fólk sleppi við vinnu-þrælkun (sem er staðan eins og hún er fyrir það fólk sem getur ekki lifað af dagvinnulaunum sínum og þarf því að vera í aukavinnu og yfirvinnu og þriðju vinnu) og að fólk þurfi ekki að sætta sig það að hér sé heilbrigðiskerfið niðurskorið og velferðarkerfið svelt svo að auðstéttin, vinir Sirrýar, geti áfram komið sér undan því að taka þátt í því að reka samfélag, geti haldið áfram að senda peninga í skattaskjól, geti haldið áfram að skipta krónueignum í erlendan gjaldeyri og með því að fella gengi krónunnar og svo mætti lengi lengi lengi telja.

Í alvöru talað: hvernig dirfist þessi kona að reyna að ata mig aur? Hvernig dirfist hún að reyna að hræða fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði til hlýðni? Hvernig dirfist hún að reyna að láta eins og ég hafi gerst sek um einhvern glæp? 

Ég ætla sjálf að svara. Sennilegasta útskýringin er sú í þeirri veröld sem hún byggir, þeirri veröld sem félagar hennar byggja þykir ekkert sjálfsagðara en að ásælast sjóði og gera hvað sem er til að komast að þeim. Í þeirri veröld þykir ekkert sjálfsagðara en að láta fégræðgina stýra öllum sínum gjörðum. Í þeirri veröld þykir ekkert tiltökumál að stunda fyrirtækjagripdeildir, skattsvik, fjárplógstarfsemi og síðast en ekki síst þykir í þeirri veröld ekkert sjálfsagðar en að kokka upp eitt stórfenglegasta bankahrun mannkynssögunnar með einbeittum brotavilja og einbeittu skeytingarleysi fyrir hagsmunum almennings.

Sirrý mun eflaust aldrei skilja að fólk geri hluti vegna einhvers annars en gróðamöguleikanna og fégræðginnar. Hún mun eflaust aldrei skilja að réttlætiskennd og löngum í að fá að vera eitthvað annað og meira en vinnuafl á útsöluverði geti stýrt gjörðum fólks. Hún mun eflaust aldrei skilja að nýfrjálshyggjan, hugmyndafræðin sem hún aðhyllist, veki andstyggð hjá fólki sem hefur verið neytt til að lifa við hennar grimmu og mannfjandsamlegu lögmál. Hún mun aldrei skilja þá tilfinningu sem fylgir því að lifa og starfa í áratug á íslenskum vinnumarkaði þar sem þú veist að hin smánarlegu laun sem þú færð lögð inn á heimabankann þinn munu aldrei nokkurn tímann duga til þess að sjá fyrir þér og börnum þínum. Hún mun aldrei skilja þessa tilfinningu af því hún er ófær um að setja sig í spor annara, er aðeins fær um að klína sínum sjúku hugmyndum um mannlegt eðli yfir á fólk sem gerðist sekt um þann hræðilega glæp, greinilega einn af þeim stærstu í íslensku samfélagi, að sigra með yfirburðum í lýðræðislegum kosningum um hverjir ættu að leiða baráttu verkalýðsfélags. 

Sumt fólk er einfaldlega þannig innréttað að meira að segja leikreglur lýðræðisins eru þeim óskiljanlegar. Það er leiðinlegt fyrir okkur hin en við getum þá í það minnsta glatt okkur við að vera sjálf með sæmilega gagnlegan siðferðisáttavita. Það eru greinilega ekki allir svo heppnir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár