Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Allt að sex ára fangelsi fyrir að standa upp fyrir flóttamann

Tvær kon­ur hafa ver­ið ákærð­ar fyr­ir að hafa stað­ið upp í flug­vél Icelanda­ir og mót­mælt brott­vís­un flótta­manns. Að­gerð­in er sam­bæri­leg þeirri sem sænska há­skóla­stúd­ín­an El­in Ers­son hef­ur ver­ið sótt til saka fyr­ir og hef­ur vak­ið heims­at­hygli. Ís­lensku kon­urn­ar gætu átt yf­ir höfði sér allt að sex ára fang­els­is­dóm en sú sænska sex mán­uði.

Við vorum báðar verulega hræddar um öryggi hans svo við gripum til þessa örþrifaráðs. Við töldum mögulegar tafir á flugi um einhverjar mínútur ekki vera neitt neitt í samanburði við mannslífið sem væri í húfi, nú eða öryggi manneskjunnar – vinar okkar.“ Þetta segir Jórunn Edda Helgadóttir í samtali við Stundina, en héraðssaksóknari hefur lagt fram kæru á hendur henni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fyrir að hafa staðið upp í flugvél Icelandair í maí 2016 og mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Okafor til Svíþjóðar, þaðan sem senda átti hann til Nígeríu. Þar hafði Eze ástæðu til að óttast um líf sitt.

Málið þingfest í gærHéraðssaksóknari fór fram á hámarksrefsingu yfir þeim Ragnheiði Freyju og Jórunni Eddu í gær.

Þingesting fór fram í málinu í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, mánudag, en tvö og hálft ár eru síðan atvikið átti sér stað. Þar neituðu þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja alfarið sök. „Það sem okkur er gefið að sök er náttúrulega uppblásið og í raun og veru bara fáránlegt. Það eina sem við gerum er að við stöndum upp og tölum hárri raustu,“ segir Jórunn Edda í samtali við Stundina. Þær furða sig einnig á því hversu langan tíma það tók ákæruvaldið að ákæra í málinu. Blaðamaður Stundarinnar ræddi við þær um mótmælaaðgerðina í maí 2016, hin síðbúnu viðbrögð ákæruvaldsins við henni sem og málefni flóttamanna almennt.

Allt að sex ára fangelsi

Í ákæru héraðssaksóknara eru þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja sakaðar um að hafa með hátterni sínu brotið gegn 106. og 168. grein almennra hegningarlaga með því að hafa annars vegar tálmað lögreglumönnum við skyldustörf og hinsvegar raskað öryggi flugvélarinnar. Þá eru þær einnig sakaðar um að hafa brotið gegn 141. grein loftferðalaga með því að óhlýðnast fyrirmælum áhafnarinnar í vélinni.

Hámarksrefsing við broti gegn 106. grein almennra hegningarlaga er tveggja ára fangelsi en refsing við broti gegn 168. grein sömu laga getur verið allt að sex ára fangelsi. Þá liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við broti gegn 141. grein loftferðalaga. Þær geta því átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.

Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að hámarksrefsing gæti verið allt að þrettán ár. Þetta er ekki rétt enda er samlagningu á refsisamma mismunandi hegningarlagaákvæða ekki beitt á Íslandi heldur horft til refsirammans á brotinu sem hefur mestan refsiramma. Beðist er velvirðingar á þessu. 

Gerðu þetta fyrir vin sinn

Það var að morgni dags þann 26. maí 2016 sem þær Jórunn Edda og Ragnheiður Freyja stóðu upp í flugvél Icelandair til að mótmæla brottvísun hælisleitandans Eze Okafor sem hafði verið handtekinn og færður með lögregluvaldi í flugvélina þar sem vísa átti honum til Svíþjóðar. Þá þegar lá fyrir að sænsk yfirvöld myndu ekki taka mál hans fyrir heldur senda hann aftur til heimalandsins Nígeríu en Eze hefur greint frá því að hann hafi flúið þaðan í kjölfar árása Boko Haram liða, sem veittu honum stungusár og myrtu bróður hans. 

Gripu til örþrifaráðsÞær Jórunn og Ragnheiður segjast hafa gripið til þess örþrifaráðs að standa upp í flugvélinni í þeirri von að bjarga vini sínum.

Stóðu þær Ragnheiður og Jórunn upp áður en vélin tók á loft og báðu aðra flugfarþega um að sýna hælisleitandanum samstöðu en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.  Í samtali við Stundina segjast þær hafa gripið til þessa örþrifaráðs til þess að vernda vin sinn sem þær óttuðust mjög um.

Þá hafi kærunefnd útlendingamála einnig verið búin að úrskurða um að að fresturinn til þess að vísa Eze úr landi á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar væri útrunninn en samt sem áður hafi Útlendingastofnun ákveðið að vísa honum úr landi á þessum grunni:

Sambærilegt mál vakti heimsathygli 

Málinu svipar til máls sænsku háskólastúdínunnar Elin Ersson sem vakið hefur heimsathygli en hún neitaði í júlí síðastliðnum að setjast í sæti sitt til að hindra brottvísun afgansks flóttamanns. New York Times fjallaði nýlega ítarlega um mótmæli Ersson sem urðu til þess að hún og flóttamaðurinn voru leidd út úr vélinni en hann var sendur úr landi nokkru síðar.

Hin 21 árs gamla Elin Ersson stöðvaði brottvísun afgansks flóttamanns síðastliðið sumar. Hún gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm fyrir mótmælin.

Ersson hefur nú verið ákærð fyrir brot á lögum um loftferðir og getur hún átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm verði hún fundin sek. New York Times hefur eftir Ersson að hún líti á það sem skyldu sína að rísa upp fyrir hönd þeirra sem sendir eru í opinn dauðann til stríðshrjáðra landa. Athygli vekur að þeim Jórunni og Ragnheiði var birt ákæra nákvæmlega sama dag og Ersson eða föstudaginn 19. október.

„Okkur finnst svolítið undarleg tilviljun að okkur sé birt ákæra sama dag og Ersson, sem stóð þarna upp í flugvél í Svíþjóð fyrir frekar skömmu síðan,“ segir Jórunn Edda sem bætir að um mjög sambærileg mál sé að ræða. Ragnheiður Freyja bætir við að þær hafi ekki fengið neinar haldbærar skýringar á því hvers vegna það tók svo langan tíma fyrir saksóknara að ákæra í málinu. „En það er vissulega sama stefna sem birtist í málunum tveimur, virðist vera, sem felst í því að ganga hart á eftir fólki sem er að hafa hátt um þessi mál.“

Bjuggust ekki lengur við ákæru

Þær segjast ekki hafa búist við ákæra nú þegar svo langt var liðið frá atburðinum. „Við fórum í skýrslutöku samdægurs en höfðum ekkert heyrt síðan þá,“ segir Jórunn Edda sem bætir við að þær hafi báðar verið farnar að búast við því að ekkert yrði úr málinu, „ en svo gerist það að þetta poppar upp aftur núna.“

Hún bætir þó við að þetta sé í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. Það sé ítrekað verið að refsa fólki fyrir að standa upp fyrir réttindum flóttafólks sem sé auðvitað mun meira áhyggjuefni heldur en mál þeirra eitt og sér. Ragnheiður Freyja tekur undir: „Þetta er svona þróunin yfir alla Evrópu, að það er verið að fara á eftir fólki með þessum hætti.“

Sem fyrr segir gæti hin sænska Ersson átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi en þær Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm. Eitthvað sem þeim þykir töluvert mikið fyrir það eitt að standa upp í flugvél og vekja athygli á mannréttindum vinar síns, og geti vart talist ólöglegt í sjálfu sér eins og Jórunn Edda kemst að orði.

Eðlilegt að vera ómótt og líða illa

Þær segja að með aðgerðinni hafi þeim tekist að vekja athygli á brottvísunum flóttafólks frá Íslandi, aðgerðum sem séu oft á tíðum faldar, en sífellt fleiri verði nú varir við í auknum mæli. Ragnheiður Freyja útskýrir hvernig flóttamenn séu oft hafðir aftast í vélinni: „Ef viðkomandi er handjárnaður þá er hann oft með teppi á sér til þess að fela járnin og svo sitja óeinkennisklæddir lögreglumenn við hlið hans. Þú labbar fram hjá og í fyrstu er þetta eins og hver annar farþegi en smám saman áttar fólk sig betur á því sem er að gerast.“

Jórunn Edda tekur undir og segist vita um starfsfólk Icelandair sem finnist mjög óþægilegt að taka þátt í þessu. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að verða ómótt og líða illa yfir því að vita að verið sé að flytja manneskju nauðuga úr landi þegar maður veit ekki hver örlög þeirrar manneskju verður og hvort að lífi hennar sé stefnt í hættu.“ Þá bendir hún á að ákvarðanirnar séu teknar af fólki sem þurfi kannski einmitt aldrei að mæta slíkum aðstæðum.

Harkaleg lögregluaðgerð

Ragnheiður og Jórunn lýstu aðgerð sinni og viðbrögðum lögreglu við henni, í samtali við Stundina, stuttu eftir atburðinn í maí 2016: „Við stóðum upp þegar allir farþegar voru komnir um borð og létum flugfarþega vita af þeim mannréttindabrotum sem ættu sér stað með brottvísun Eze úr landi. Við vorum einu sinni beðnar um að setjast niður og eftir það tók flugfreyjan strax þá ákvörðun um að vísa okkur úr flugvélinni,“ sagði Ragnheiður Freyja af því tilefni. Í myndskeiði af atburðarrásinni mátti sjá hvar starfsmenn flugvallarins ásamt flugfreyju héldu Jórunni Eddu niðri á meðan Ragnheiður Freyja stóð sem fastast og deildi sögu hælisleitendans og biðlaði til flugfarþega að sýna samstöðu með því að standa upp.

Skömmu síðar kom fjöldi lögreglumanna aðvífandi, handtóku þær Ragnheiði og Jórunni, og færðu á brott. „Ég var tekin úr sætinu og mér skellt niður með andlitið við stigann og hendurnar reiddar aftur mjög harkalega. Ég er handjárnuð mjög harkalega og járnunum rykkt saman til þess að þrengja þau eins mikið og hægt var,“ sagði Jórunn í samtali við Stundina stuttu eftir atburðinn en hún var marin á öxl og upphandlegg eftir handtökuna auk þess sem Ragnheiður skarst á hendi líkt og sjá mátti á myndum sem fylgdu með fréttinni. Í dag segja þær sérstakt til þess að hugsa að þær séu þær einu sem þurfi að svara til saka fyrir það sem gekk á:

Telja kristna ekki í hættu í Nígeríu

Alþjóðlega fréttastofan Al Jazeera fjallaði á sínum tíma ítarlega um brottvísun Eze en líkt og komið hefur fram gerðu sænsk útlendingayfirvöld honum strax ljóst að hælisumsókn hans yrði ekki enduropnuð þar í landi. Var hann því á vergangi þar í landi í á annað ár eða þar til kærunefnd útlendingamála á Íslandi úrskurðaði að Útlendingastofnun bæri að taka mál hans fyrir að nýju þar sem fyrri ákvörðun hefði byggt á gömlum útlendingalögum sem fallin voru úr gildi. 

Líkt og Stundin hefur áður greint frá þá flúði Eze heimaland sitt árið 2011 eftir að liðsmenn Boko Haram höfðu veitt honum alvarlegt stungusár og drepið bróður hans vegna kristinnar trúar þeirra í borginni Maiduguri í norð-austurhluta Nígeríu. Í úrskurði sínum í máli Eze lýsti Útlendingastofnun hinsvegar yfir efasemdum um að kristnir íbúar Nígeríu sættu ofsóknum, og það þrátt fyrir að tíðar sjálfsmorðsárásir á sama tímabili, sem beindust einmitt gegn kristnum íbúum í norðurhéruðunum.

Var niðurstaða stofnunarinnar sú að teldi hælisleitandinn sig í hættu gæti hann komið sér fyrir í suðurhluta landsins þrátt fyrir að þar hefði hann engin tengsl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár