„Ég sat einhvern tímann og var að hugsa hvað ég ætti að gera því mér fannst það stór áfangi í lífinu að verða 35 ára,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sem fagnaði afmælinu með óvenjulegum hætti, eða sérstökum tónleikum þar sem hún söng fyrir gesti og gangandi í Mengi.
Gamall draumur sem rættist
Með því lét hún gamlan draum rætast, en hún hefur verið dugleg við það í gegnum tíðina að elta draumana og segir að stundum þurfi bara að sýna hugrekki og dug, kasta sér ofan í djúpu laugina. „Þetta er draumur sem ég er búin að ganga með í maganum frá því fyrir nokkrum árum. Nú fannst mér ekki annað hægt en að tala við vini mína og fólkið í kringum mig og segja, þetta er svona, þetta er draumur sem ég er með og langar að gera gott úr, segja frá því að ég hef hæfileika til að …
Athugasemdir