Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

Fjöldi fast­eigna Sturlu Sig­hvats­son­ar fjár­fest­is hef­ur far­ið á nauð­ung­ar­upp­boð und­an­far­ið og er fast­eigna­fé­lag hans ógjald­fært. Ein eign­anna brann í apríl og sögðu ná­grann­ar eig­end­ur hafa stefnt líf­um í hættu.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
Sturla Sighvatsson Sturla fór fyrir hópi erlenda fjárfesta árið 2011 sem vildu íslenskan ríkisborgararétt. Mynd: RÚV

Fjöldi fasteigna í eigu félaga fjárfestisins Sturlu Sighvatssonar hefur verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Fasteignafélag hans er ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum. Fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra og viðskiptafélagi Sturlu vísar alfarið á hann í tengslum við nauðungarsölu á fasteign þeirra á Óðinsgötu í Reykjavík sem brann í vor.

Þorri fasteigna félags Sturlu, Laugavegar ehf., hafa verið settar á nauðungaruppboð undanfarna mánuði. Félagið er skráð ógjaldfært og hefur ekki skilað ársreikningi síðustu tvö ár, en það heldur utan um eignarhluti í 22 öðrum félögum og teygja umsvif þess sig víða. Þá var gert nauðungaruppboð í eign félags hans Ingólfshvols ehf. á Frakkastíg vegna mjög alvarlegra vanskila. Námu kröfur tæpum 30 milljónum króna.

Loks voru tvær fasteignir við Óðinsgötu seldar á nauðungaruppboði í lok október. Eignirnar átti hann með Matthíasi Imsland, fjárfesti og fyrrverandi aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá forsætisráðherra, en önnur þeirra brann í apríl og lofaði Sturla því að hún yrði gerð upp með glæsibrag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár