Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

Fjöldi fast­eigna Sturlu Sig­hvats­son­ar fjár­fest­is hef­ur far­ið á nauð­ung­ar­upp­boð und­an­far­ið og er fast­eigna­fé­lag hans ógjald­fært. Ein eign­anna brann í apríl og sögðu ná­grann­ar eig­end­ur hafa stefnt líf­um í hættu.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
Sturla Sighvatsson Sturla fór fyrir hópi erlenda fjárfesta árið 2011 sem vildu íslenskan ríkisborgararétt. Mynd: RÚV

Fjöldi fasteigna í eigu félaga fjárfestisins Sturlu Sighvatssonar hefur verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Fasteignafélag hans er ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum. Fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra og viðskiptafélagi Sturlu vísar alfarið á hann í tengslum við nauðungarsölu á fasteign þeirra á Óðinsgötu í Reykjavík sem brann í vor.

Þorri fasteigna félags Sturlu, Laugavegar ehf., hafa verið settar á nauðungaruppboð undanfarna mánuði. Félagið er skráð ógjaldfært og hefur ekki skilað ársreikningi síðustu tvö ár, en það heldur utan um eignarhluti í 22 öðrum félögum og teygja umsvif þess sig víða. Þá var gert nauðungaruppboð í eign félags hans Ingólfshvols ehf. á Frakkastíg vegna mjög alvarlegra vanskila. Námu kröfur tæpum 30 milljónum króna.

Loks voru tvær fasteignir við Óðinsgötu seldar á nauðungaruppboði í lok október. Eignirnar átti hann með Matthíasi Imsland, fjárfesti og fyrrverandi aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá forsætisráðherra, en önnur þeirra brann í apríl og lofaði Sturla því að hún yrði gerð upp með glæsibrag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár