Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

Fjöldi fast­eigna Sturlu Sig­hvats­son­ar fjár­fest­is hef­ur far­ið á nauð­ung­ar­upp­boð und­an­far­ið og er fast­eigna­fé­lag hans ógjald­fært. Ein eign­anna brann í apríl og sögðu ná­grann­ar eig­end­ur hafa stefnt líf­um í hættu.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
Sturla Sighvatsson Sturla fór fyrir hópi erlenda fjárfesta árið 2011 sem vildu íslenskan ríkisborgararétt. Mynd: RÚV

Fjöldi fasteigna í eigu félaga fjárfestisins Sturlu Sighvatssonar hefur verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Fasteignafélag hans er ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum. Fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra og viðskiptafélagi Sturlu vísar alfarið á hann í tengslum við nauðungarsölu á fasteign þeirra á Óðinsgötu í Reykjavík sem brann í vor.

Þorri fasteigna félags Sturlu, Laugavegar ehf., hafa verið settar á nauðungaruppboð undanfarna mánuði. Félagið er skráð ógjaldfært og hefur ekki skilað ársreikningi síðustu tvö ár, en það heldur utan um eignarhluti í 22 öðrum félögum og teygja umsvif þess sig víða. Þá var gert nauðungaruppboð í eign félags hans Ingólfshvols ehf. á Frakkastíg vegna mjög alvarlegra vanskila. Námu kröfur tæpum 30 milljónum króna.

Loks voru tvær fasteignir við Óðinsgötu seldar á nauðungaruppboði í lok október. Eignirnar átti hann með Matthíasi Imsland, fjárfesti og fyrrverandi aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá forsætisráðherra, en önnur þeirra brann í apríl og lofaði Sturla því að hún yrði gerð upp með glæsibrag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár