Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls

Fjöldi fast­eigna Sturlu Sig­hvats­son­ar fjár­fest­is hef­ur far­ið á nauð­ung­ar­upp­boð und­an­far­ið og er fast­eigna­fé­lag hans ógjald­fært. Ein eign­anna brann í apríl og sögðu ná­grann­ar eig­end­ur hafa stefnt líf­um í hættu.

Nauðungaruppboð á fjölda eigna fasteignamógúls
Sturla Sighvatsson Sturla fór fyrir hópi erlenda fjárfesta árið 2011 sem vildu íslenskan ríkisborgararétt. Mynd: RÚV

Fjöldi fasteigna í eigu félaga fjárfestisins Sturlu Sighvatssonar hefur verið boðinn upp til nauðungarsölu undanfarna mánuði. Fasteignafélag hans er ógjaldfært og sum dótturfélög í mjög alvarlegum vanskilum. Fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra og viðskiptafélagi Sturlu vísar alfarið á hann í tengslum við nauðungarsölu á fasteign þeirra á Óðinsgötu í Reykjavík sem brann í vor.

Þorri fasteigna félags Sturlu, Laugavegar ehf., hafa verið settar á nauðungaruppboð undanfarna mánuði. Félagið er skráð ógjaldfært og hefur ekki skilað ársreikningi síðustu tvö ár, en það heldur utan um eignarhluti í 22 öðrum félögum og teygja umsvif þess sig víða. Þá var gert nauðungaruppboð í eign félags hans Ingólfshvols ehf. á Frakkastíg vegna mjög alvarlegra vanskila. Námu kröfur tæpum 30 milljónum króna.

Loks voru tvær fasteignir við Óðinsgötu seldar á nauðungaruppboði í lok október. Eignirnar átti hann með Matthíasi Imsland, fjárfesti og fyrrverandi aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá forsætisráðherra, en önnur þeirra brann í apríl og lofaði Sturla því að hún yrði gerð upp með glæsibrag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár