„Ég skil ekki Paulo Macchiarini þrátt fyrir að hafa varið heilmiklum tíma með honum. Í fyrsta skipti þegar ég hitti hann fékk ég þessa sérstöku tilfinningu að sjá ekki inn í hann. Yfirleitt finnur maður einhverja tengipunkta þegar maður hittir fólk sem gerir það að verkum að maður geti tengt við það og kynnst því. Hjá Macchiarini var þetta bara svart. Jú, við gátum talað um vísindi og rannsóknir en svo var bara svart,“ segir sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqvist, höfundur heimildarmyndarinnar um plastbarkaaðgerðir ítalska skurðlæknisins Paulo Macchiarini. Bosse hefur nú skrifað bók um þetta mál sem kallað hefur verið eitt helsta hneyskli læknisfræðinnar síðastliðina áratugi. Bók Bosse Lindqvist heitir Macchiariniäffaren og kom út hjá forlaginu Albert Bonnier í september.
„Ég lít ekki á Macchiarini sem vonda manneskju. Ég held að hann ætli sér ekki að gera rangt en ég held að hann nái einhvern veginn að ljúga að sjálfum sér …
Athugasemdir