Að eignast barn reynist ekki öllum auðvelt og er þar margt sem getur spilað inn í. Um eitt af hverjum tíu pörum glímir við frjósemisvanda. Það hefur einnig færst í aukana að konur velji að fresta barneignum lengur en áður hefur verið auk þess sem hinsegin pör þurfa gjarnan að leita óhefðbundinna leiða til að verða foreldrar.
Japanskir vísindamenn komust á dögunum nær því að finna nýjar lausnir fyrir þá sem ekki geta eignast börn með auðveldum hætti. Þeim tókst fyrstum manna að mynda forvera eggfrumu úr blóðfrumu konu.
Frjósemi dvínar með hækkandi aldri
Ólíkt körlum, sem geta myndað sáðfrumur út ævina, fæðast konur með fyrirfram ákveðinn fjölda eggfrumna sem fækkar eftir því sem líður á. Við fæðingu eru eggin um milljón talsins en við kynþroska hefur þeim fækkað töluvert og telja í kringum 300.000. Þrátt fyrir að þessi tala hljómi kannski ekki há á þessi fjöldi að duga …
Athugasemdir