Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn

Öll sveit­ar­fé­lög­in sem að hafna­sam­lag­inu standa hafa lýst því að þau séu frið­lýst fyr­ir kjarn­orku­vopn­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir eng­in kjarna­vopn um borð í skip­un­um og vís­ar í þjóðarör­ygg­is­stefnu.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn
Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima Herskipið er eitt þeirra skipa sem komin eru hingað til lands vegna heræfinganna. Mynd: Wikipedia

Faxaflóahafnir hafa ekki upplýsingar um hvort herskipin sem hingað til lands eru komin í tilefni af varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins beri kjarnavopn eða ekki. Það er þrátt fyrir að öll sveitarfélögin fimm sem standa að sameignarfélaginu hafi lýst því yfir að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði og friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að þar á bæ hafi menn engin úrræði til að meina skipum að koma til hafnar á slíkum forsendum; slíkt sé á hendi utanríkisráðuneytisins. Hjá utanríkisráðuneytinu fást þær upplýsingar að umrædd skip séu ekki búin kjarnavopnum.

Níu herskip koma hingað til lands vegna varnaræfingar Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018. Skipin komu hingað til lands í gær og í dag og munu þau liggja við Sundahöfn og Gömul höfnina fram á sunnudag.

Öll sveitarfélögin sem eiga Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð, hafa lýst því að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Stundina að Faxaflóahafnir hafi ekki fengið upplýsingar um hvort umrædd herskip beri kjarnavopn né hafi verið kallað eftir þeim upplýsingum. „Það er utanríkisráðuneytið sem að gengur úr skugga um að þetta séu skip sem ekki stafi einhver sérstakur háski af.“

Spurður hvort Faxaflóahafnir fái sérstaklega upplýsingar frá ráðuneytinu um hvort skipin séu kjarnorkuvopnalaus svarar Gísli: „Ekki sérstaklega. Það á við um þessi skip, sem og önnur skip, að við höfum ekki sérstakar upplýsingar um farm eða annan búnað,“ segir Gísli og segir jafnframt að það sé ekki á valdi Faxaflóahafna að banna skipum að koma í hafnir félagsins nema því aðeins að fá flöggun um það frá öðrum aðilum.

Utanríkisráðuneytið svaraði fyrirspurn Stundarinnar um það hvort herskipin bæru kjarnavopn með eftirfarandi hætti: „Engin kjarnavopn eru um borð í þeim skipum sem hafa viðkomu á Íslandi vegna þátttöku í varnaræfingunni Trident Juncture 2018. Fyrir liggur samkvæmt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt var á Alþingi árið 2016, að Ísland og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga. Þátttökuríki í Trident Juncture eru mjög meðvituð um þá stefnu stjórnvalda og virða hana, auk þess sem þættir varnaræfingarinnar hér við land kalla á engan hátt á viðveru slíkra vopna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár