Starfsfólki líður betur með styttri vinnuviku

Rann­sókn á verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar hef­ur sýnt að starfs­fólki líð­ur bet­ur, veik­indi minnka og starf verð­ur mark­viss­ara. Meiri tími gefst með fjöl­skyld­unni.

Starfsfólki líður betur með styttri vinnuviku
Arnar Þór Jóhannesson Þátttakendur í tilraunaverkefni um styttri vinnuviku eru almennt ánægðir með reynsluna. Mynd: BSRB

Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, dregur úr veikindum og eykur starfsánægju. Þetta kom fram í erindi Arnars Þórs Jóhannessonar, sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, á 45. þingi BSRB í morgun.

Reykjavíkurborg hefur rekið tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í samstarfi við BSRB. Í skýrslu um verkefnið kemur fram að bæði körlum og konum hafi gengið betur að samþætta vinnu og einkalíf með styttri vinnuviku og álag á heimilinu minnkað.

Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en áður. Gæðastundum með börnum fór fjölgandi og vistunartími barna styttist auk þess sem samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu fóru batnandi. Þá kom fram að starf á vinnustöðum hefði orðið markvissara.

Þátttakendur í verkefninu segja bæði líkamlega og andlega heilsu hafa farið batnandi og starfsánægju hafa aukist. Mismunandi sé hvernig fólk nýtir þennan aukna frítíma, en margir nefndu að þeir hefðu meiri tíma fyrir börnin, tómstundir, félagslíf, tengsl við foreldra og ættingja, sjálfsrækt og þrif.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár