Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólki líður betur með styttri vinnuviku

Rann­sókn á verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar hef­ur sýnt að starfs­fólki líð­ur bet­ur, veik­indi minnka og starf verð­ur mark­viss­ara. Meiri tími gefst með fjöl­skyld­unni.

Starfsfólki líður betur með styttri vinnuviku
Arnar Þór Jóhannesson Þátttakendur í tilraunaverkefni um styttri vinnuviku eru almennt ánægðir með reynsluna. Mynd: BSRB

Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, dregur úr veikindum og eykur starfsánægju. Þetta kom fram í erindi Arnars Þórs Jóhannessonar, sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, á 45. þingi BSRB í morgun.

Reykjavíkurborg hefur rekið tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í samstarfi við BSRB. Í skýrslu um verkefnið kemur fram að bæði körlum og konum hafi gengið betur að samþætta vinnu og einkalíf með styttri vinnuviku og álag á heimilinu minnkað.

Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en áður. Gæðastundum með börnum fór fjölgandi og vistunartími barna styttist auk þess sem samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu fóru batnandi. Þá kom fram að starf á vinnustöðum hefði orðið markvissara.

Þátttakendur í verkefninu segja bæði líkamlega og andlega heilsu hafa farið batnandi og starfsánægju hafa aukist. Mismunandi sé hvernig fólk nýtir þennan aukna frítíma, en margir nefndu að þeir hefðu meiri tíma fyrir börnin, tómstundir, félagslíf, tengsl við foreldra og ættingja, sjálfsrækt og þrif.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár