Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsfólki líður betur með styttri vinnuviku

Rann­sókn á verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar hef­ur sýnt að starfs­fólki líð­ur bet­ur, veik­indi minnka og starf verð­ur mark­viss­ara. Meiri tími gefst með fjöl­skyld­unni.

Starfsfólki líður betur með styttri vinnuviku
Arnar Þór Jóhannesson Þátttakendur í tilraunaverkefni um styttri vinnuviku eru almennt ánægðir með reynsluna. Mynd: BSRB

Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, dregur úr veikindum og eykur starfsánægju. Þetta kom fram í erindi Arnars Þórs Jóhannessonar, sérfræðingi hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, á 45. þingi BSRB í morgun.

Reykjavíkurborg hefur rekið tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í samstarfi við BSRB. Í skýrslu um verkefnið kemur fram að bæði körlum og konum hafi gengið betur að samþætta vinnu og einkalíf með styttri vinnuviku og álag á heimilinu minnkað.

Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en áður. Gæðastundum með börnum fór fjölgandi og vistunartími barna styttist auk þess sem samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu fóru batnandi. Þá kom fram að starf á vinnustöðum hefði orðið markvissara.

Þátttakendur í verkefninu segja bæði líkamlega og andlega heilsu hafa farið batnandi og starfsánægju hafa aukist. Mismunandi sé hvernig fólk nýtir þennan aukna frítíma, en margir nefndu að þeir hefðu meiri tíma fyrir börnin, tómstundir, félagslíf, tengsl við foreldra og ættingja, sjálfsrækt og þrif.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár