Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Andstæðingi laxeldis reist níðstöng á Bíldudal

Bíld­dæl­ing­ar reið­ir lög­mann­in­um vegna fram­göngu hans gegn lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um. Ótt­ar gef­ur lít­ið fyr­ir það sem hann kall­ar barna­skap heila­þveg­inna full­trúa norskra auð­hringja.

Andstæðingi laxeldis reist níðstöng á Bíldudal
Rist níð Óttari Yngvasyni hefur verið reist níðstöng á Bíldual.

Óttari Yngvasyni, sem komið hefur fram sem lögmaður fjölda náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa í deilum þeirra við fiskeldisfyrirtæki á Vestfjörðum, hefur verið reist níðstöng á Bíldudal. Gera má ráð fyrir að ástæðan sé framganga Óttars í málarekstri gegn umræddum eldisfyritækjum. Óttar segist ekki óttast að níði hríni á sig. „Þetta er bara barnaskapur heilaþveginna fulltrúa norsku auðhringanna, og þeir reisa þetta sjálfum sér til háðungar, en ekki mér.“

Umrædd náttúruverndarsamtök og veiðiréttarhafar kærðu útgáfu rekstrarleyfa sem Matvælastofnun hafði veitt fyrirtækjunum Fjarðarlaxi og Arctic Sea til 17.500 tonna laxeldis í sjókvíum í Tálknafirði og Patreksfirði. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfin úr gildi 4. október síðastliðinn. Úrskurðurinn olli miklu uppnámi vestra og óttuðust íbúar þar atvinnuleysi og fólksflótta af svæðinu.

Stjórnvöld brugðust við úrskurðinum og lagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um fiskeldi, sem í fólst heimild til ráðherra til að gefa úr bráðabirgða rekstrarleyfi. Það frumvarp var samþykkt síðastliðinn þriðjudag,með öllum greiddum atkvæðum en sex þingmenn sátu hjá.

Óttar mætti í Kastljós Ríkissjónvarpsins 8. október síðastliðinn ásamt Einari Kristni Guðfinnssyni, formanni Landssambands fiskeldisstöðva. Þar lét hann þau orð falla að þeir sem störfuðu við fiskeldið fyrir vestan væru örfáir, og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar sendi frá sér afsökunarbeiðni daginn eftir vegna þessara orða.

„Gangi hann í drullupytt“

Framganga Óttars hefur farið öfugt ofan í einhverja, í það minnsta hefur nú einhver séð ástæðu til að reisa honum níðstöng á Bíldudal, við rækjuverksmiðju sem Óttar átti áður og rak en þeirri verksmiðju var lokað árið 2004. Við níðstöngina hefur verið sett upp áletrun en svo virðist sem hluti hennar hafi farið forgörðum áður en Stundin fékk sendar myndir. Áletrunin segir: „Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óttari Ingvasyni [svo]. Sný ég þessu níði á [...] sitt inni, fyrr en þær reka Óttar Ingvason [svo] úr landi eða gangi hann í drullupitt [svo].“

Óttar hafði ekki heyrt um níðstöngina þegar Stundin hafði samband við hann, en óttaðist ekki að níðið myndi hrína á sér. Hann talaði hins vegar tæpitungulaust um málið og sagði erlenda auðhringi ásælast íslenska náttúru, með aðstoð íslenskra skúrka. Ekkert atvinnuleysi væri á Vestfjörðum og vandamál þeirra væri að Vestfirðingar hefðu látið frá sér kvótann. Þingmaður þeirra til áratuga og ráðherra hefði skilið þá eftir kvótalausa og vegalausa til að verja hagsmuni norskra auðhringja, og átti þar við Einar Kristinn Guðfinnsson.

„Þetta lýsir ekki mér, heldur þeim sem þetta gera og þeirra kurteisi og hugarfari gangvart verndun náttúru landsins. Það er búið að eyðileggja fjörðinn fyrir framan þá með kalkþörunganámi upp á tugi þúsunda tonna á ári, og ég tala nú ekki um laxeldið, með eiturhellingum í sjóinn.

„Skúrkarnir eru Norðmennirnir“

Spuður hvort hann hefði samt engan skilning á því að íbúar á Bíldudal væru honum gramir fyrir að vera í forsvari þeirra sem hefðu kært starfsleyfi laxeldisfyritækjanna og þar með, að mati heimamanna, stefnt lífafkomu þeirra í hættu, svaraði Óttar því til að það væru aðrir sem bæru ábyrgð á því. „Það eru norsku eigendurnir sem eru að ráðast gegn lífsafkomu þeirra sem þarna búa, því það mun ekki líða á löngu þar til allur fjörðurinn verður undirlagður af úrgangi og óþverra, meira en nú er orðið. Það er þetta fólk sem er að eyðileggja náttúruna. Skúrkarnir eru Norðmennirnir sem eru að vaða yfir íslenska náttúru fyrir ekki neitt. Fyrir samsvarandi leyfi og þeir fengu í Arnarfirði hefðu þeir þurft að borga 25 milljarða króna í Noregi en hér ekki neitt. Þeir líta á þetta sem gullnámu hér á landi sem þeir geta unnið fyrir ekki neitt. Síðan eru það skúrkar númer tvö. Það eru þeir Íslendingar sem leiddu Norðmennina til Íslands í þessa gullnámu og hirtu fyrir það mörg hundruð milljóna hagnað.

Segir örfáar hræður hafa atvinnu af eldinu

-En nú sér fólkið lífsafkomu sína í uppnámi?

„Í uppnámi? Það er ekkert atvinnuleysi á Vestfjörðum. Það er helmingi meira atvinnuleysi í Reykjavík heldur en á Vestfjörðum, það er rétt rúmlega 1 prósent atvinnuleysi á Vestfjörðum en 2,5 prósent í Reykjavík.

-Já en engu að síður eru alvöru manneskjur þarna á bakvið, fólk sem óttaðist um atvinnu sína hjá þessum fyrirtækjum, en ekki bara prósentur.

„Það eru örfáar hræður, og það er hvergi nema á Bíldudal í raun og veru. Það er reyndar svolítið á Patreksfirði í kringum seiðaeldið sem verið hefur byggt upp þar en það er annað fyrirtæki. Vandamálið á Vestfjörðunum er að þeir eru búnir að selja frá sér fiskkvótann. Þeir eru orðnir kvótalausir, ýmist er búið að taka af þeim kvótann, þeir hafa misst hann í gjaldþrotum eða það þeir eru búnir að selja hann frá sér. Sjávarútvegsráðherra og þingmaður kjördæmisins til áratuga, sem nú er orðinn stjórnarformaður félags eldisfyrirtækjanna fyrir norsku auðhringina [Einar Kristinn Guðfinnsson], í áratugi átti hann að gæta hagsmuna Vestfjarða. Hann hætti í pólitíkinni og skyldi eftir sig sitt kjördæmi kvótalaust, vegalaust og atvinnulítið. Nú er hann að reyna að innleiða útlenska auðhringi inn í þessa náttúru Íslands. Það skiptir hann engu máli hversu útbíuð íslensk náttúra verður í úrgangi og erlendum laxastofnum.

Segir Vestfirðinga enga grein gera sér fyrir málinu

-En skilur þú þá ekki afstöðu þessa venjulega fólks, sem ekki á hlut í Arnarlaxi eða öðrum fyrirtækjum, sem óttuðust um atvinnumöguleika sína?

Óttar Yngvason

„Að sjálfsögðu voru þeim gefnar miklar væntingar, mjög miklar, án þess að tala nokkuð um neikvæðu hliðarnar, allan þann úrgang til að mynda sem verður til við þessa framleiðslu. Það er á pari við skolpfrárennsli eftir 160.000 manns, sem rynni óhreinsað í sjóinn. Og þetta fólk gerir sér bara enga grein fyrir þessu. Þessum upplýsingum er bara haldið frá þeim. Þessi norsku auðfyrirtæki eru sögð vera með fjórar almannatenglsaskrifstofur á launum í Reykjavík, fyrir utan gamla pólitíkusinn sem átti að redda öllu.

Þegar Óttar var spurður hvort honum þætti ekki fyrir því að hann virtist ekki vera neinn aufúsugestur á Vestfjörðum þessa dagana, svaraði hann því til að hann teldi að það væri ekki svo. „Ég er nú ekki viss um það því ég er í sambandi við fjölmarga þarna vestra sem eru með okkur í þessum kærumálum. Það eru fjölmargir á Vestfjörðunum sem að styðja mig og mína félaga í þessum málstað, og margir þeirra eru þarna fyrir vestan, að andæfa þessari norsku innrás í íslenska náttúru og not á henni, ólöglega, fyrir ekki neitt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár