Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tíu ára stelpa flúði undan manni á jeppa

Tíu ára göm­ul stelpa var elt nið­ur Flóka­göt­una af manni á rauð­um jeppa á sunnu­dag. Slík mál eru erf­ið fyr­ir lög­reglu að rann­saka ef upp­lýs­ing­arn­ar eru að­eins út­lits­lýs­ing á bíln­um, en mynd­bands­upp­taka eða upp­lýs­ing­ar um skrán­inga­núm­er bíls­ins eru ekki til stað­ar.

Tíu ára stelpa flúði undan manni á jeppa

T

íu ára stelpa var að hjóla niður Flókagötuna þegar maður á rauðum jeppa reyndi að ginna hana upp í bíl til sín á sunnudag. Stelpan hjólaði í burtu en maðurinn elti hana, fyrst hlaupandi en keyrði svo á eftir henni. Stelpan náði að fela sig áður en hún hélt heim.

Þetta kemur fram í færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Íbúar í Norðurmýri klukkan tíu á sunnudagskvöld. Móðir stelpunnar setti inn færsluna, en hún tilkynnti málið til lögreglu. Um er að ræða annað málið af þessu tagi á síðustu tveimur mánuðum, en í bæði skiptin hefur fátt annað en útlitslýsing á bílnum komið fram.  

Í samtali við Stundina segir Rafn Hilmar Guðjónsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að erfitt sé að rannsaka slík mál þegar frekari upplýsingar eru ekki til staðar. Hvorki er til myndbandsupptaka af málinu né var hægt að segja til um skráningarnúmer á bílnum.

Móðirin brást hárrétt við

Stelpan er í Háteigsskóla og fór málið á borð Arndísar Steinþórsdóttur skólastjóra eftir að móðirin hringdi í lögreglu. Arndís segir í samtali við Stundina að móðir stelpunnar hafi gert hárréttar ráðstafanir með því að hafa samband við lögreglu. Málið fer í viðeigandi ferli hjá skólanum, en slík ferli eru trúnaðarmál innan skólans.

„Ekki núna í vetur, nei, en þetta kemur alltaf upp öðru hvoru, því miður,“ segir hún aðspurð um hvort slíkt atvik hafi nýlega komið upp. Skólinn heldur reglulega kynningar fyrir börnin um viðbrögð gegn áreiti eins og þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár