Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tíu ára stelpa flúði undan manni á jeppa

Tíu ára göm­ul stelpa var elt nið­ur Flóka­göt­una af manni á rauð­um jeppa á sunnu­dag. Slík mál eru erf­ið fyr­ir lög­reglu að rann­saka ef upp­lýs­ing­arn­ar eru að­eins út­lits­lýs­ing á bíln­um, en mynd­bands­upp­taka eða upp­lýs­ing­ar um skrán­inga­núm­er bíls­ins eru ekki til stað­ar.

Tíu ára stelpa flúði undan manni á jeppa

T

íu ára stelpa var að hjóla niður Flókagötuna þegar maður á rauðum jeppa reyndi að ginna hana upp í bíl til sín á sunnudag. Stelpan hjólaði í burtu en maðurinn elti hana, fyrst hlaupandi en keyrði svo á eftir henni. Stelpan náði að fela sig áður en hún hélt heim.

Þetta kemur fram í færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Íbúar í Norðurmýri klukkan tíu á sunnudagskvöld. Móðir stelpunnar setti inn færsluna, en hún tilkynnti málið til lögreglu. Um er að ræða annað málið af þessu tagi á síðustu tveimur mánuðum, en í bæði skiptin hefur fátt annað en útlitslýsing á bílnum komið fram.  

Í samtali við Stundina segir Rafn Hilmar Guðjónsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að erfitt sé að rannsaka slík mál þegar frekari upplýsingar eru ekki til staðar. Hvorki er til myndbandsupptaka af málinu né var hægt að segja til um skráningarnúmer á bílnum.

Móðirin brást hárrétt við

Stelpan er í Háteigsskóla og fór málið á borð Arndísar Steinþórsdóttur skólastjóra eftir að móðirin hringdi í lögreglu. Arndís segir í samtali við Stundina að móðir stelpunnar hafi gert hárréttar ráðstafanir með því að hafa samband við lögreglu. Málið fer í viðeigandi ferli hjá skólanum, en slík ferli eru trúnaðarmál innan skólans.

„Ekki núna í vetur, nei, en þetta kemur alltaf upp öðru hvoru, því miður,“ segir hún aðspurð um hvort slíkt atvik hafi nýlega komið upp. Skólinn heldur reglulega kynningar fyrir börnin um viðbrögð gegn áreiti eins og þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár