A
llir alþjóðlegir aðilar sáu í hvað stefndi á Íslandi fyrir bankahrunið í október 2008. Íslensku bankarnir voru ósjálfbærir frá árslokum 2007 og það er ráðgáta af hverju stjórnvöld undirbjuggu sig ekki betur í samvinnu við vinaþjóðir.
Þetta segir Svein Harald Øygard, norski hagfræðingurinn sem var seðlabankastjóri á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Svein var kallaður til af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í ársbyrjun 2009 til að fylla skarð Davíðs Oddssonar eftir að honum var ýtt úr Seðlabanka Íslands með lagabreytingu. Hann gegndi embættinu í hálft ár á einum mestu umrótatímum Íslandssögunnar þar sem vandamálin voru óteljandi og útrásarfortíðin virtist ætla að binda þjóðina í efnahagslega fjötra um ókomna tíð.
Svein starfar nú við fyrirtækjaráðgjöf í Osló en hefur síðasta ár unnið að skrifum bókar um aðdraganda hruns og eftirmál þess. Hann hefur tekið viðtöl við yfir 80 manns, helminginn á Íslandi og helminginn erlendis, meðal …
Athugasemdir