Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst

Guð­mund­ur Kristjáns­son var geng­inn úr stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar áð­ur en at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hófst.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst
Frummat gæti breyst Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í rannsókn þess á málefnum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Mynd: Pressphotos

RRannsókn Samkeppniseftirlitsins á hugsanlegum brotum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi á samkeppnislögum stendur enn yfir og endanleg niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Frummat eftirlitsins var kynnt aðilum máls og byggði það á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Aðilar málsins hafa komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna þess. Meðal annars kemur fram að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Þar kemur fram að til skoðunar sé hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HB Granda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í fyrirtækinu í maí síðastliðnum, og sömuleiðis hvort tengsl fyrirtækja hafi verið til staðar á þeim tíma eða áður með stjórnarsetu Guðmundar eða í gegnum eignarhluti hans.

„Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir. Það frummat sem kynnt var aðilum máls byggði á fyrirliggjandi upplýsingum á þeim tíma. Var frummatið sett fram til þess að gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til þess bregðast við því og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Af eðli máls leiðir að umrætt frummat getur því breyst,“ segir í tilkynningunni. Samkeppniseftirlitið sé nú að fara yfir fram komnar skýringar og upplýsingar, áður en ákvörðun verður tekin um hvort þörf sé á íhlutun í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár