Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Und­ir­skrifta­söfn­un gegn hval­veið­um Ís­lend­inga bein­ist gegn „millj­óna­mær­ingn­um“ Kristjáni Lofts­syni. Ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ósam­mála um hvort leyfa beri veið­arn­ar.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Kristján með veiddu dýri Kristján Loftsson hefur verið gagnrýndur fyrir hvalveiðar síðustu mánuði. Mynd: Grapevine

Þriðjudaginn 18. september fór út fjöldapóstur til áskrifenda samtakanna Avaaz þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í undirskriftasöfnun gegn hvalveiðum Íslendinga. Söfnunin ber yfirskriftina „Stöðvið hvalaslátrarann“ og hefst á orðunum „Borgurum um allan heim finnst það hryllingur að Ísland stundi ennþá hvalveiðar. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og hætta að veiða hvali til frambúðar, og leiða frekar vernd fyrir hvalastofna um allan heim.“ 

Undirskriftin fer undir bréf sem stílað er á forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og allra meðlima ríkisstjórnar Íslands. 

Kristján Loftsson, aðalmaðurinn á bakvið fyrirtækið Hval ehf. er nafngreindur í bréfinu sem „síðasti maðurinn á plánetunni sem  veiðir langreyðar sér til gróða.“

„Þetta er sjúklegt. Þeir skutu hana með sprengjuskutli, hjuggu fóstrið úr henni og hentu því. Hún var ein af þeim 125 langreyðum í útrýmingarhættu sem milljónamæringurinn Kristján Loftsson hefur drepið í ár,“ stendur meðal annars í bréfinu. Þess ber að geta að langreyðar teljast ekki í útrýmingarhættu.

Undirskriftasöfnunin vísar til máls í ágúst þar sem samtökin Sea Sheperd náðu myndum af verkun á langreyð þar sem fóstur úr dýrinu var rifið út og hent í ruslið. Svo greinir The Mirror frá.

Ráðherrar ósammála um hvalveiðar

Reglugerðin sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári, en reglugerðin var sett árið 2014 af Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra. Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir miklum efasemdum um það hvort hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum í svari til Stundarinnar í júní síðastliðnum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, er ekki á sama máli og telur að það sama eigi að gilda um nýtingu hvala og annarra lifandi auðlinda hafsins. 

Hvalveiðar í erlendum fréttum

Stundin hefur áður fjallað um nýlegar veiðar Íslendinga á fágætum hvölum, og eru viðbrögð erlendra fjölmiða neikvæð í flestum tilfellum. 

Þá var mikið fjallað um Hval ehf. vegna dráps á hval þann 7. júlí síðastliðinn sem var talinn vera steypireyður, en tegundin er vernduð um heim allan. Efnafræðirannsóknir staðfestu samkvæmt Vísi að hvalurinn hafði verið blendingur langreyðar og steypireyðar, en slík tegund er ekki vernduð samkvæmt alþjóðlegum lögum.

Þegar frétt þessi er skrifuð er undirskriftarsöfnunin komin með 1.058.346 undirskriftir, og stendur markmiðið í 1,5 milljón undirskriftum. Bréfið má lesa í heild á heimasíðu Avaaz.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár