Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

Orka nátt­úr­unn­ar hef­ur feng­ið þriðja fram­kvæmda­stjór­ann á þrem­ur dög­um. Bjarni Már Júlí­us­son hætti vegna óvið­eig­andi hegð­un­ar, en Þórð­ur Ásmunds­son hætti eft­ir fjóra daga af „per­sónu­leg­um ástæð­um“.

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
Þórður Ásmundsson Tilkynnt var um ráðningu hans sem tímabundinn framkvæmndastjóri Orku náttúrunnar á föstudag. Í dag var tilkynnt um að hann viki úr stöðunni. Mynd: Orkuveita Reykjavíkur

„Persónulegar ástæður“ eru sagðar vera fyrir því að Orka náttúrunnar skiptir um framkvæmdastjóra í annað skiptið á fjórum dögum.

Tilkynnt var með fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi að Þórður Ásmundsson myndi láta af starfi tímabundsins framkvæmdastjóra, sem hann hafði verið ráðinn til á föstudag. Hans í stað hefði Berglind Rán Ólafsdóttir verið ráðin í stöðuna. 

Þórður var ráðinn tímabundinn framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar eftir að Bjarni Már Júlíusson var látinn víkja vegna framkomu hans í garð starfsfólks. Komið hefur fram að hann sendi meðal annars tölvupóst á samstarfskonur sínar um að hjólreiðar bættu kynlífið, en einnig hefur fyrrverandi starfsmaður, Áslaug Thelma Einarsdóttir, greint frá fleiri tilfellum. Hún rekur uppsögn sína síðasta mánudag til umkvartana sinna vegna framgöngu framkvæmdastjórans.

„Persónulegar ástæður er það að það tengist ekki vinnustaðnum.“

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segist í samtali við Stundina geta „ekkert um það sagt“ hvers vegna Þórður hættir nú, svona stuttu eftir að hann var ráðinn. „Það voru persónulegar ástæður þar að baki,“ svarar Eiríkur. „Það er það sem ég get sagt.“ 

Nánar spurður segir Eiríkur að ástæðan tengist ekki vinnustaðnum. „Persónulegar ástæður er það að það tengist ekki vinnustaðnum. Það er voðalega erfitt, nákvæmlega eins og í öðrum starfsmannamálum, að ræða persónuleg málefni starfsmanna.“

Spurður hvort ákvörðunin hafi verið að frumkvæði Orkuveitunnar eða Þórðar sjálfs segir Eiríkur: „Ég veit það ekki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár