Hvar varst þú þegar skotárásin var gerð á Útey? Ég gæti sagt ykkur það – en ég var búinn að gleyma tilfinningunni, hún var grafin undir ótal fréttum og pistlum um Breivik og öllu sem hafði gerst síðan. En Útey – 22. júlí (Utøya 22. juli) færir okkur aftur þangað – og nær en við höfðum nokkru sinni komist áður. Myndin er tekin í einni töku – og er um einn og hálfur tími, í rauntíma, þangað til árásarmaðurinn gafst upp. Þá höfðu 68 látið lífið og 8 í viðbót dáið í sprengingu í Ósló. Einn til viðbótar lést svo að sárum sínum tveim dögum síðar.
En hver var ætlun leikstjórans? Spyrjum bara fyrst: af hverju?
„Það var spurning sem ég þurfti að finna svar við snemma,“ segir leikstjórinn Erik Poppe mér í Berlín, daginn eftir frumsýningu. „Því það var hluti af ákvörðuninni um hvort ég myndi gera myndina eða …
Athugasemdir