Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rekstur Reykjavíkurborgar lakari en á áætlunum

Lægri hækk­un fast­eigna­verðs en gert var ráð fyr­ir og samn­ing­ar Orku­veit­unn­ar skil­uðu síðri nið­ur­stöðu. Hrein­ar vaxta­ber­andi skuld­ir lækk­uðu.

Rekstur Reykjavíkurborgar lakari en á áætlunum

Rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar á fyrri hluta ársins var 115 milljónum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir. Í heild var rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúma 9 milljarða króna. Hreinar vaxtaberandi skuldir borgarinnar lækkuðu hins vegar, bæði í krónum talið og sem hlutfall af rekstrartekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem borgarráð afgreiddi í dag.

Rekstur A-hluta var hins vegar tæpum 2 milljörðum betri en búist var við. Betri rekstrarniðurstöðu A-hluta má helst rekja til sölu á byggingarétti, sem var 2,1 milljörðum krónum umfram áætlun. Verri niðurstöðu samsteypunnar má hins vegar rekja til minni hækkunar fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda vegna raforkusamninga hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var 2,9 milljörðum betri en áætlun gerði ráð fyrir.

„Fjármagnsgjöld voru 1,9 makr hærri en áætlun gerði ráð fyrir en þar vegur þungt 4 makr gjaldfærsla gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum (álafleiðan),“ segir í skýrslu með árshlutareikningnum. „Fasteignaverð á tímabilinu hækkaði minna en gert var ráð fyrir sem leiddi til að matsbreyting eigna Félagsbústaða var tæpum 1,3 makr undir áætlun.“

Hreinar vaxtaberandi skuldir borgarinnar lækkuðu um 3 milljarða króna á tímabilinu og eru nú 105% sem hlutfall af rekstrartekjum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár