Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín segir meðaltal hækkana kjararáðs í samræmi við aðra í samfélaginu

Laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins hækk­uðu um­fram laun dóm­ara sam­kvæmt ákvörð­un­um kjara­ráðs. Með fryst­ingu launa þeirra allra muni með­al­tal þeirra verða sam­bæri­legt al­mennri launa­þró­un, seg­ir for­sæt­is­ráð­herra.

Katrín segir meðaltal hækkana kjararáðs í samræmi við aðra í samfélaginu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu til að svara tilkynningu frá ASÍ þar sem sagt var að ummæli hennar um frystingu launa þeirra sem áður heyrðu undir kjararáð séu „bæði röng og villandi“. Í Kastljósi RÚV í gær sagði hún að frysting launa þeirra sem áður heyrðu undir kjararáð kæmi launum þeirra í „ákveðið samræmi“ við almennt launafólk í árslok 2018.

Benti Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ á að minnihluti starfshóps um málefni kjararáðs sem skipaður hafi verið í ársbyrjun lagði til lækkun launa forseta, ráðherra, þingmenn, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra með það að markmiði að stuðla að sáttum á vinnumarkaði. Ákvörðun stjórnvalda um frystingu launa í stað „leiðréttingar og lækkunar“ þessara aðila muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða króna til ársloka 2021.

Katrín bendir á að ASÍ hafi lagt fram minnihlutaálit í starfshópi, en meirihlutinn hafi komist að annarri niðurstöðu í skýrslunni„Alþýðusamband Íslands talar um það að ég hafi farið með rangt mál í Kastljósi gærkvöldsins þegar ég benti á að meðaltalslaunaþróun þeirra sem heyra undir kjararáð verði sambærileg við aðra hópa frá árinu 2013 til 2018 svo fremi sem laun þeirra breytist ekki frekar á þessu ári og verði fryst út árið,“ segir Katrín. „Er það í samræmi við niðurstöður skýrslu sem unnin var í samráði stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og kom út í febrúar á þessu ári en þar segir orðrétt:

„Ef ekki verður um frekari endurskoðanir að ræða á árinu 2018, þ.e. laun haldist óbreytt frá síðustu úrskurðum kjararáðs til ársloka 2018, yrði launaþróun kjararáðshópsins að meðaltali við þau mörk sem rammasamkomulagið setti og að framan hafa verið metin á bilinu 43-48%. Eins og fram kemur í skýrslunni er launaþróun innan hópsins mjög ólík. Til dæmis hafa héraðsdómarar fengið 35% hækkun en ráðherrar 64% hækkun á sama tímabili. Ef litið er til lengri tíma, t.d. starfstíma kjararáðs frá árinu 2006, blasir við önnur mynd en á því tímabili hafa laun þessara starfsgreina þróast með svipuðum hætti.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár