Inflúensa er veirusýking sem herjar á nær allar þjóðir heims á hverju ári. Veiran dreifist hratt, er bráðsmitandi og stökkbreytist hratt. Flensan er nokkurn veginn árviss atburður. Á haustin er einstaklingum ráðlagt að fá sér bólusetningu og í febrúar fyllist bráðamóttakan af fólki sem upplifir óbærilegar kvalir vegna þessarar skæðu veiru.
Ný inflúensa á hverju ári
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að bólusetning gegn inflúensu fer fram á hverju einasta ári. Í fyrsta lagi ber að nefna að nokkrir stofnar inflúensuveirunnar geta valdið sýkingu og ekki er alltaf sami stofninn á ferðinni. Stökkbreytingataktur veiranna gerir það að verkum að mótefnavakarnir, sem notaðir eru til að bólusetja breytast stöðugt.
Þetta leiðir til þess að þrátt fyrir stöðugar bólusetningar gegn inflúensu er ráðlagt að fara á hverju ári til að vera öruggur um að hafa vörn gegn þeirri veiru sem er á ferðinni þetta tiltekna ár. Stundum er svo veðjað á …
Athugasemdir