Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segist hafa verið „skrambi glaður“ undir lágmarkslaunum

Bend­ir á að mik­ill meiri­hluti mann­kyns dreg­ur fram líf­ið á krapp­ari kjör­um en ís­lenskt lág­tekju­fólk. Við­skipta­ráð var­ar við „óupp­lýstri um­ræðu um vax­andi mis­skipt­ingu“.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segist hafa verið „skrambi glaður“ undir lágmarkslaunum

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, bendir á að mikill meirihluti mannkynsins lifi á lakari kjörum en sem nemur 235 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Sjálfur hafi hann búið við slík kjör og verið „skrambi glaður“. Þetta segir hann í umræðum um ójöfnuð á Twitter. 

Tilefnið er umfjöllun Viðskiptaráðs undanfarna daga um tekjudreifingu á Íslandi. Hagstofan birti gögn um dreifingu heildartekna á föstudag. Þar er ekki að finna upplýsingar um ráðstöfunartekjur né heildardreifingu milli tekjutíunda. Hins vegar er gerð grein fyrir þróun svokallaðra tekjutíundamarka milli ára. Viðskiptaráð telur ljóst af þeim tölum að tekjujöfnuður hafi aukist árið 2017. Haft var ettir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á Stöð 2 í gær að varast þyrfti „óupplýsta umræðu um vaxandi misskiptingu í samfélaginu“. 

Í umfjöllun Viðskiptaráðs um tölur Hagstofunnar kemur fram að „til dæmis hækkuðu atvinnutekjur hjá einstaklingi með hærri tekjur en 10% einstaklinga, eða við 10% tíundamörkin, um 12% árið 2017 og um 13% hjá einstaklingi með hærri tekjur en 20% einstaklinga“ en „á hinn bóginn hækkuðu atvinnutekjur um 5% hjá einstaklingi með hærri tekjur en 90% framteljenda“.

Í krónutölum felst í þessu að neðstu tekjutíundamörkin hækkuðu um 115 þúsund á ári meðan efstu tíundamörkin hækkuðu um 474 þúsund, eða rúmlega fjórum sinnum meira.

Konráð Guðjónsson hefur tjáð sig um tekjudreifingartölurnar á Twitter og hæðst að umræðu um sívaxandi ójöfnuð. Andri Sigurðsson forritari spyr hann hvort hann myndi glaður lifa á 235 þúsund krónum á mánuði, eða lágmarkslaunum eftir skatt.

„Ég hef lifað á lægri fjárhæðum og verið skrambi glaður,“ svarar Konráð og bætir við: „Ca. 96% mannkyns lifir á lægri fjárhæðum.“  

Kon­ráð starfaði áður sem hag­fræð­ingur á skrif­stofu for­set­ans í Tansan­íu og sótti starfsnám hjá Þróunarsamvinnustofnun í Úganda. Einnig hefur hann starfað á greiningardeild Arion banka, veitt leiðsögn við laxveiði og kennt hagfræði fasteignamarkaðarins við Endurmenntun Háskóla Íslands. 

Síðasta vor greindi hann frá því að honum hefði verið hótað eftir að hann skrifaði greinina „Hálaunalandið Ísland“. Hann útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið. „Það er hreinlega þannig að laun á Íslandi, ef þú mælir þau í erlendri mynd, þá eru þau með þeim hæstu í heimi, þau eru önnur hæstu í heimi á vinnustund. Það er staðreynd. En svo, eins og er tekið fram í greininni, þá er verðlagið hér hærra en víðast annars staðar. Þannig kaupmátturinn er ekki eins hár og annars staðar, en hann er samt sem áður ellefti mesti á vinnustund samkvæmt, OECD og því sá ellefti mesti í heiminum. Það er mögulega þessi einfalda staðreynd, sem er þó studd með gögnum OECD, eða Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, og eflaust hægt að styðja með gögnum fleiri alþjóðlegra stofnanna. Það er fjallað um ýmislegt meira í greininni, eins og hvernig kaupmátturinn skiptist og ólíkar ástæður þess að fólk sé óánægt. Með hliðsjón af þessu þá verð ég að játa að ég átta mig ekki alveg á því af hverju fólk er ósátt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár