„Íslendingar sætta sig við eina hæstu vexti í veröldinni,“ segir Hallgrímur Óskarsson, sérfræðingur í lífeyris- og verðtryggingarmálum. Hallgrímur vekur athygli á því að Íslendingar greiði hærri húsnæðislánavexti en víðast hvar annars staðar. „Þetta er eins vitlaust kerfi og hægt er,“ segir hann í samtali við Stundina. „Auðvitað er það hagur almennings að geta fengið sömu kjör og aðrir í Skandinavíu á húsnæðislánum.“
Þrefalt hærri vextir en í Færeyjum
Hallgrímur nefnir sem dæmi að Íslendingar greiði hærri vexti en í löndum á borð við Albaníu, Bosníu, Grikkland og Makedóníu. Þá greiðum við þrefalt hærri vexti en Færeyingar. Vaxtatölur geta verið mismunandi eftir gögnum en Íslendingar greiða á milli 6,2 og 7,1 prósent húsnæðislánavexti og verma því sjöunda sæti lista yfir hæstu vaxtabyrði innan Evrópu. Sé notast við tölur Numbeo-gagnagrunnsins má sjá að Svíar komast okkur næst í vaxtabyrði, en vextir þar eru 2,88 prósent. Lægstir eru vextir í Evrópu í Finnlandi …
Athugasemdir