Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Metfjölgun mislingasmita í Evrópu

Til­kynnt misl­inga­smit í Evr­ópu hafa marg­fald­ast frá ár­inu 2016. Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in kall­ar eft­ir auknu eft­ir­liti með bólu­setn­ing­um í Evr­ópu.

Metfjölgun mislingasmita í Evrópu
Barn með mislinga Rauð útbrot einkenna mislingasmit, ásamt hitaköstum og hálsbólgueinkennum.

Fyrstu sex mánuði ársins 2018 hafa að minnsta kosti 37 manns látið lífið sökum mislingasmits í Evrópu. Á sama tímabili hafa 41.000 manns smitast af sjúkdómnum, sem er talsvert meira en meðaltal síðustu átta ára. Þetta segir í skýrslu Evrópudeildar Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar. 

Árið á undan taldi 23.927 smit og árið 2016 taldi einungis 5,723. Þúsund smit hafa verið tilkynnt í Frakklandi, sömuleiðis í Georgíu, Ítalíu, Rússlandi og Serbíu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Dauðsföllin eru flest í Serbíu, alls 14 manns. 

Útbrot og hiti

Mislingasmit eiga sér stað í lofti, í gegnum hóstaköst eða hnerra. Eftir mikil hitaköst og hálsbólgutengd einkenni dreifast rauðleit útbrot frá andliti og út um allan líkama. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi á þessu tímabili og eru sýktir einstaklingar hvattir til þess að einangra sig í minnst átta daga eftir að einkenni hafa látið sjá sig. Fjórum dögum eftir að útbrotin birtast fyrst er sjúklingurinn hættur að dreifa veirunni með hósta eða hnerra, og getur aftur umgengist fólk hættulaust. 

Flestir sem fá sjúkdóminn ná bata. Hjá ungum börnum getur sjúkdómurinn reynst banvænn, og einstaklingar með léleg ónæmiskerfi geta einnig fengið hættulega lungnabólgu sem getur auðveldlega dregið til dauða. 

Óbólusettur einstaklingur er líklegri til þess að smitast af sjúkdómnum og dreifa honum áfram til þeirra sem ekki eru bólusettir. 

Andstaða við bóluefni og átök í Evrópu

Andrew Wakefield, þáverandi læknir í Bretlandi, gaf út skýrslu árið 1998 þar sem hann lýsti orsakasambandi á bóluefnum við sjúkdómum á borð við mislinga og einhverfu í ungum börnum. Hreyfingar gegn bóluefnum hafa rutt sér til rúms á 21. öld. 

Vaxandi andstaða fólks gegn bóluefnum kann að skýra aukin smit og dauðsföll að einhverju leyti, hins vegar má rekja hátt hlutfall nýrra smita til Úkraínu, þar sem aðgerðir uppreisnarmanna gegn stjórnvöldum hafa skapað ástand þar sem smitsjúkdómar berast auðveldlega ásamt því að bóluefni berast illa á milli staða.

Í skýrslu sinni kallaði Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin eftir auknu eftirliti með bólusetningum. Í september munu öll aðildarlönd stofnunarinnar í Evrópu taka þátt í að móta Aðgerðaráætlun Bólusetninga í Evrópu á fjögurra daga ráðstefnu sem haldin verður í Róm. 

Fram kom í fréttum í vor að mislingasmitaður einstaklingur hefði verið í tveimur flugferðum Icelandair 30. maí síðastliðinn til og frá Íslandi. Þá var maður með smitandi mislinga um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn í flugi frá London til Keflavíkurflugvallar, og þaðan til Detroit.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár