Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Metfjölgun mislingasmita í Evrópu

Til­kynnt misl­inga­smit í Evr­ópu hafa marg­fald­ast frá ár­inu 2016. Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in kall­ar eft­ir auknu eft­ir­liti með bólu­setn­ing­um í Evr­ópu.

Metfjölgun mislingasmita í Evrópu
Barn með mislinga Rauð útbrot einkenna mislingasmit, ásamt hitaköstum og hálsbólgueinkennum.

Fyrstu sex mánuði ársins 2018 hafa að minnsta kosti 37 manns látið lífið sökum mislingasmits í Evrópu. Á sama tímabili hafa 41.000 manns smitast af sjúkdómnum, sem er talsvert meira en meðaltal síðustu átta ára. Þetta segir í skýrslu Evrópudeildar Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar. 

Árið á undan taldi 23.927 smit og árið 2016 taldi einungis 5,723. Þúsund smit hafa verið tilkynnt í Frakklandi, sömuleiðis í Georgíu, Ítalíu, Rússlandi og Serbíu á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Dauðsföllin eru flest í Serbíu, alls 14 manns. 

Útbrot og hiti

Mislingasmit eiga sér stað í lofti, í gegnum hóstaköst eða hnerra. Eftir mikil hitaköst og hálsbólgutengd einkenni dreifast rauðleit útbrot frá andliti og út um allan líkama. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi á þessu tímabili og eru sýktir einstaklingar hvattir til þess að einangra sig í minnst átta daga eftir að einkenni hafa látið sjá sig. Fjórum dögum eftir að útbrotin birtast fyrst er sjúklingurinn hættur að dreifa veirunni með hósta eða hnerra, og getur aftur umgengist fólk hættulaust. 

Flestir sem fá sjúkdóminn ná bata. Hjá ungum börnum getur sjúkdómurinn reynst banvænn, og einstaklingar með léleg ónæmiskerfi geta einnig fengið hættulega lungnabólgu sem getur auðveldlega dregið til dauða. 

Óbólusettur einstaklingur er líklegri til þess að smitast af sjúkdómnum og dreifa honum áfram til þeirra sem ekki eru bólusettir. 

Andstaða við bóluefni og átök í Evrópu

Andrew Wakefield, þáverandi læknir í Bretlandi, gaf út skýrslu árið 1998 þar sem hann lýsti orsakasambandi á bóluefnum við sjúkdómum á borð við mislinga og einhverfu í ungum börnum. Hreyfingar gegn bóluefnum hafa rutt sér til rúms á 21. öld. 

Vaxandi andstaða fólks gegn bóluefnum kann að skýra aukin smit og dauðsföll að einhverju leyti, hins vegar má rekja hátt hlutfall nýrra smita til Úkraínu, þar sem aðgerðir uppreisnarmanna gegn stjórnvöldum hafa skapað ástand þar sem smitsjúkdómar berast auðveldlega ásamt því að bóluefni berast illa á milli staða.

Í skýrslu sinni kallaði Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin eftir auknu eftirliti með bólusetningum. Í september munu öll aðildarlönd stofnunarinnar í Evrópu taka þátt í að móta Aðgerðaráætlun Bólusetninga í Evrópu á fjögurra daga ráðstefnu sem haldin verður í Róm. 

Fram kom í fréttum í vor að mislingasmitaður einstaklingur hefði verið í tveimur flugferðum Icelandair 30. maí síðastliðinn til og frá Íslandi. Þá var maður með smitandi mislinga um borð í vélum WOW air 18. júlí síðastliðinn í flugi frá London til Keflavíkurflugvallar, og þaðan til Detroit.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár