Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Leví segir breikkun Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki

Seg­ir út­boð á breikk­un Suð­ur­lands­veg­ar brýna fram­kvæmd en at­hygli veki að nú loks sé ráð­ist í verk­efn­ið, þeg­ar í stól sam­göngu­ráð­herra sé kom­inn þing­mað­ur sem noti veg­inn nán­ast dag­lega.

Björn Leví segir breikkun Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki
Björn Leví Gunnarsson Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir útboð vegna breikkunnar Suðurlandsvegar sýna hversu stóran þátt kjördæmapólitík leiki á Íslandi. Framkvæmdin er að sönnu brýn og forgangsmál en svo hafi verið um árabil. Það gerist hins vegar loksins nú, þegar sestur sé í stól samgönguráðherra maður sem noti veginn nánast dags daglega. Samgönguráðherra er Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Suðurlands, en Sigurður Ingi er búsettur að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi.

Býr í HrunamannahreppiSigurður Ingi samgönguráðherra býr að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi og þarf því að keyra Suðurlandsveg til og frá heimili sínu og Reykjavík.

Björn Leví velti þessu upp á Facebook þar sem hann tengir við frétt þar sem fjallað er um undrun bæjarastjóra Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar á útboðinu um breikkun Suðurlandsvegar. Undrun þeirra stafar af því að Suðurlandsvegur sé tekinn fram fyrir Reykjanesbraut en enn á eftir að ljúka við tvöföldun hennar. Björn Leví sagði í færslu sinni að svartsýnispúkinn í honum segði að það þurfi að fá samgönguráðherra sem búi á svæðinu til að klára Reykjanesbrautina. „Svona fyrst það þarf fyrst að klára heimreiðina fyrir núverandi samgönguráðherra.“

Kjördæmapólitík einkenni Ísland

Í samtali við Stundina segir Björn Leví að hann hafi verið að beita kaldhæðni í færslunni. Hann geri ekki lítið úr mikilvægi samgöngubóta á Suðurlandsvegi, alls ekki. „Það hefur legið fyrir í mörg ár að fara þurfi í framkvæmdir við þennan veg, svo það er ekki undarlegt að setja hann framarlega í forgangsröðina. En að það gerist loksins, að fara eigi í framkvæmdir við veginn, þegar kominn er í stól samgönguráðherra maður sem notar veginn nokkurn veginn dags daglega er í takt við það sem við höfum heyrt af óformlega all oft áður. Sem dæmi, ef það á að gera betur fyrir Landspítalann, þá er einfaldlega mælt með því að settur verði þingmaður úr Reykjavík í stól heilbrigðisráðherra,“ segir Björn Leví og vísar til þess sem kallað hefur verið kjördæmapot í gegnum tíðina.

Björn Leví segist ekki í nokkrum vafa um að breikkun Suðurlandsvegar sé brýn framkvæmd. „Ég flokka þetta sem forgangs samgöngumannvirki og álasa ekki samgönguráðherra fyrir að setja verkið framarlega, það er raunar bara mjög fínt. En að það virðist þurfa þetta til að verkefni, sem jafnvel eru í hæsta forgangi, komist á koppinn. Það er að loks sé ráðist í þessar augljóslega mikilvægu framkvæmdir, sem eru búnar að sitja á hakanum ansi lengi, þegar kominn er í stól ráðherra maður af svæðinu. Það er það sem einkennir Ísland og hvernig pólitík er stunduð hér á landi, það er kjördæmapólitík. Og þetta kemur mér ekki á óvart. Ég er að segja að ef ekki væri samgönguráðherra af svæðinu þá myndi þetta mögulega ekki vera að fara af stað, þetta verkefni. Það er hiklaust rétt ákvörðun að hefja þarna framkvæmdir en það er líka ýmislegt annað sem er jafn mikilvægt, sem ætti líka að fara af stað með, eins og Reykjanesbrautin.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár