Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyr­ir­tæki voru leigu­sal­ar í fimmt­ungi til­vika ár­ið 2011 en um­fang þeirra á leigu­mark­aði er nú 40 pró­sent. Hlut­deild ein­stak­linga sem leigu­sala hef­ur dreg­ist um­tals­vert sam­an.

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði
Auka hlutdeild á leigumarkaði Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlutdeild sína sem leigusalar frá árinu 2011.

Hlutur fyrirtækja sem leigusalar á leigumarkaði hefur farið verulega vaxandi og hefur umfang þeirra á markaðnum tvöfaldast frá árinu 2011. Einstaklingar eru enn sem komið er umsvifamestir á markaðnum en hlutdeild þeirra hefur dregist verulega saman á sama árafjölda.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands sem Íbúðalánasjóður vekur athygli á. Árið 2011 voru 73 prósent íbúðarhúsnæðis sem var í útleigu í eigu einstaklinga. Nú, sjö árum síðar, er það hlutfall komið niður í 57 prósent. Fyrirtæki áttu 21 prósent leiguhúsnæðis árið 2011 en eiga nú 41 prósent. Hlutfall fjármálastofnana hefur dregist talsvert saman, árið 2011 voru fjármálastofnanir 7 prósent leigusala en eru nú 2 prósent.  

Gögn Þjóðskrár ná þó ekki til allra leigusamninga. Þannig var samningum um félagslegar íbúðir, samningum þar sem herbergjafjöldi er óþekktur og samningum þar sem aðeins hluti íbúðar var í útleigu á tímabilinum sem er undir fyrir árið 2018 sleppt. Úrvinnslan fyrir árið 2018 byggir á 5.622 leigusamningum sem þinglýst var á tímabilinu 30. júní til og með 31. júlí 2018.

Í síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kom fram að hlutdeild fyrirtækja í íbúðakaupum fer minnkandi. Hlutdeild fyrirtækja sem leigusala tók stökk milli áranna 2016 og 2017 þegar hún fór úr 31 prósenti í 40 prósent. Íbúðakaup fyrirtækja höfðu þó áður aukist, sérstaklega í Reykjavík, en milli áranna 2013 og 2017 stóðu fyrirtæki á bak við 17 prósent allra íbúðakaupa á því svæði. Á fyrri hluta þessa árs var það hlutfall hins vegar ekki nema um 10 prósent.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár