Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins gengu út af fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í morg­un vegna þess að þau töldu ekki hafa ver­ið boð­að með lög­mæt­um hætti til fund­ar­ins. Borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir upp­hlaup­ið vera það van­hugs­að­asta og vand­ræða­leg­asta sem hún hafi upp­lif­að í pó­lí­tík.

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

„Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík. Þau mæta með ljósmyndarann sjálf sem bíður hér,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði, um útgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins af fundi ráðsins í morgun.

Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir gengu út af fundi ráðsins í morgun vegna þess að þau telja að ekki hafi verið boðað með lögmætum hætti til fundarins. Annars vegar vegna þess að tveir fundargestir, Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, höfðu ekki fengið fundarboð og hins vegar vegna þess að dagskrá fundarins barst fundargestum ekki í tæka tíð. 

Dagskráin barst fundargestum í hádeginu í gær, um 20 klukkustundum fyrir fundinn, en samkvæmt 7. grein samþykkta um umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar skal dagskráin liggja fyrir fundargestum með sólarhringsfyrirvara. Í yfirlýsingu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins gagnrýna þau meðal annars að þeim hafi ekki verið fenginn nægur tími til að kynna sér efni og gögn fundarins með fullnægjandi hætti.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, segir að þetta skýrist af því að villa hafi verið í dagskrárkerfi borgarfulltrúa sem hafi verið löguð í hádeginu í gær. Þá sé ástæða þess að Hildur og Baldur hafi ekki fengið fundarboð sú að ráðinu hafi borist röng netföng og því hafi fundarboðið ekki borist til þeirra. Hins vegar hafi lengi legið fyrir í fundadagatali ráðsins að af fundinum yrði og voru þau bæði tvö mætt til fundar í morgun.

Brugðist var við mótmælum Sjálfstæðismanna á fundi ráðsins í morgun með þeim hætti að ákveðið var að boða til nýs fundar á föstudaginn og ákvörðunum sem fela í sér fullnaðarafgreiðslur á málum var frestað. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda fundinum áfram í ljósi þess að fjöldi ráðgjafa innan sem utan skrifstofu borgarstjórnar var mættur á fundinn til að halda kynningar. Á meðal mála sem kynnt voru á fundinum var hugmynd að brú yfir Fossvoginn. „Eina sem var ætlast til af þeim var að þau sitji fundinn og hlusti á kynningar á þeim tíma sem þau eiga að vera í vinnu. Þetta er svo vandræðalegt að þetta dæmir sig bara sjálft,“ segir Kristín Soffía.

Hildur er tengdadóttir Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda Fréttablaðsins og mágkona eins af þremur ritstjórum blaðsins, en ljósmyndari á vegum þess var mættur á fundinn í morgun til að mynda atburðarrásina.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sendi út yfirlýsingu vegna málsins og má lesa hana hér:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda ekki rétt staðið að boðun fundarins. Sú ákvörðun var tekin af fulltrúum Sjálfstæðisflokks að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Athygli formanns ráðsins var vakin á málinu í gær og farið fram á að fundinum yrði frestað og boðað til hans að nýju.  

Í fyrsta lagi gera fulltrúar Sjálfstæðisflokks athugasemdir við boðun fundarins. Skipulags- og samgönguráð starfar enn samkvæmt Samþykktum um umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar frá 21. júní 2016. Í 2. mgr. 7. gr. samþykktanna kemur fram að fundi skuli boða með minnst sólarhrings fyrirvara og að dagskrá skuli fylgja fundarboði.

Annars vegar láðist formanni ráðsins að senda borgarfulltrúanum og fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu, Hildi Björnsdóttur, fundarboð innan lögbundins frests en það sama á við um áheyrnarfulltrúa Miðflokksins. Hins vegnar fylgdi dagskrá fundarins ekki fundarboði líkt og 2. mgr. 7. gr. samþykktanna gerir ráð fyrir. Dagskráin barst ekki fulltrúum ráðsins fyrr en eftir hádegi í gær, degi fyrir áformaðan fund.

Það getur með engu móti talist nægjanlegur tími fyrir ráðsmenn að kynna sér efni og gögn fundarins með fullnægjandi hætti, enda gögnin fleiri hundruð blaðsíður. Á dagskrá fundarins eru 75 mál og umtalsverður fjöldi gagna sem ráðsmenn verða að kynna sér. Flest þessara mála varða heilmikla hagsmuni fyrir borgarbúa og skiptir miklu að rétt sé haldið á allri ákvarðanatöku. Öðrum kosti geta þeir aðilar sem eiga mál fyrir nefndinni, látið reyna á lögmæti ákvarðanatöku fundarins, fyrir dómstólum eða eftir öðrum leiðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í málaflokknum.

Í öðru lagi höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu óskað eftir því við formann ráðsins, að tiltekin mál yrðu sett á dagskrá fundarins. Erindi þess efnis var sent formanni tveimur dögum fyrir áformaðan fund. Um beiðnina vísast aftur til 2. mgr. 7. gr. samþykktanna en þar kemur einnig fram að á dagskrá skuli tekin þau mál sem fulltrúar ráðsins hafi óskað eftir, enda séu þau á verksviði ráðsins. Ekkert þessara mála var sett á dagskrá fundarins og engar skýringar bárust fyrr en í gærkvöldi hvað þá ákvörðun varðaði sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja með öllu ófullnægjandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár