Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

Við­ar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, seg­ir ástæðu fyr­ir venju­legt fólk að ótt­ast þeg­ar Hall­ur Halls­son og Pét­ur Gunn­laugs­son séu farn­ir að lýsa yf­ir áhyggj­um af því að góða fólk­ið vilji þá feiga.

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
Ástæða til að óttast Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir fyrsta skrefið í að virkja fólk til þátttöku í pólitískum ofsóknum sé alltaf að fá það til að trúa að setið sé um líf þess. Ástæða sé til að óttast þegar slíkt tal skýtur upp kollinum.

Yfirlýsingar Halls Hallsonar og Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu, sem Stundin greindi frá í gær, eru þess efnis að mögulega þarf venjulegt fólk að óttast um líf sitt. Þetta skrifar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, á Facebook-síðu sína.

Í frétt Stundarinnar var rakið samtal þeirra Péturs og Halls, en sá síðarnefndi var gestur í síðdegisþætti Péturs á Útvarpi Sögu síðastliðinn þriðjudag. Tilefnið var grein Halls í Morgunblaðinu þar sem hann fjallaði um mál enska hægriöfgamannsins Tommy Robinsons. Þeir Pétur og Hallur komust að þeirri niðurstöðu í samtali sínu að hið svokallaða góða fólk vildi koma því svo fyrir að hér á landi ríki aðeins ein ríkisskoðun.

Hallur Hallson

„En hvað vill góða fólkið ganga langt? Vill það til dæmis láta drepa þá sem hefur aðrar skoðanir? Og ef það verður gert og það er kannski stutt í það eftir þetta. Þá eigi hreinlega bara að útrýma þeim, skjóta þá sem hafa vondar skoðanir, eru vondir menn. Og þegar að slíkt gerist að þá eigi ekki að lögsækja þá sem væru að drepa þá og ekki að greina frá því heldur, svo þeir yrðu ekki að píslarvættum,“ sagði Pétur og undir það tók Hallur.

Viðar skrifaði að þrátt fyrir að mögulega megi hlæja að því hversu snargalnar skoðanir þeirra Halls og Péturs séu að engu að síður væri um mjög alvarlega þróun að ræða. Mikil ábyrgð fylgi því að gera því skóna, að ósekju, að aðrir vilji valda fólki fjörtjóni. Slík orðræða hafi ítrekað verið notuð til að virkja gott fólk til þátttöku í pólitískum ofsóknum. „Þegar Hallur Hallsson og Pétur Gunnlaugsson fara að óttast um líf sitt -- já, þá þurfum við kannski að óttast um líf okkar,“ skrifaði Viðar og birti í gærkvöldi.

Hvetur fólk til að verja öryggi annarra

Sema Erla Serdar

Skömmu síðar lýsti Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra og aðgerðarsinni, því á Facebook hvernig Margrét Friðriksdóttir, sem þekkt er fyrir andúð sína á múslimum og innflytjendum, hefði á dögunum ráðist að sér fyrir utan veitingastað á Grensásvegi. Viðar deildi skrifum Semu og sagði með hreinum ólíkindum væri að lesa þá frásögn, aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa deilt frétt um áhyggjur þeirra Péturs og Halls yfir því að góða fólkið hyggðist drepa annað fólk. Viðar lýsir yfir fullkominni samstöðu með Semu, sem og öðrum sem þori að tala gegn fasisma og kynþáttahatri. „Ég hvet alla til að íhuga, eins langt og hver og einn treystir sér, hvað við getum gert til að vernda öryggi fólks sem á það á hættu að lenda í ógnunum og ofbeldi eins og því sem Sema Erla varð fyrir.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár