Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur stutt í að góða fólkið láti drepa annað fólk

Pét­ur Gunn­laugs­son út­varps­mað­ur á Út­varpi Sögu ræddi við Hall Halls­son rit­höf­und í síð­deg­is­þætti sín­um. Þeir voru sam­mála um að lík­lega væri stutt í að góða fólk­ið færi að út­rýma fólki með aðr­ar skoð­an­ir.

Telur stutt í að góða fólkið láti drepa annað fólk

Í síðdegisþætti Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu í gær ræddu Pétur og rithöfundurinn og fyrrverandi blaðamaðurinn Hallur Hallson um góða fólkið og að enska aðgerðasinnanum og hægri öfgamanninum Tommy Robinsson hefði verið sleppt úr fangelsi. Hallur var til viðtals í tilefni þess að hann hafði skrifað grein í Morgunblaðið um mál Tommy Robinson.

Í þættinum á Útvarpi Sögu voru Pétur og Hallur sammála um að góða fólkið vildi koma því þannig í kring hér á landi aðeins væri viðurkennd ein ríkisskoðun. Líkti Hallur skoðanafrelsinu hér á landi við Dýrabæ Georges Orwell's þar sem Egill Helgason fjölmiðlamaður væri í hlutverki Napóleons og stýrði landanum úr höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.

Hallur Hallssonrithöfundur og fyrrum blaðamaður.

„Ég myndi ætla það að við séum komin á svo alvarlegan stað að það taki út fyrir allan þjófabálk og að Dýrabær Orwell's skuli standa uppi á hæðinni þarna á Efstaleiti og senda út eina ríkisskoðun og segja fólki hvað það má segja og hvað má hugsa og hvaða fréttir má flytja er náttúrulega afar sjokkerandi niðurstaða,“ sagði Hallur meðal annars í þættinum.

Pétur velti því fyrir sér hve langt hið svokallaða góða fólk myndi ganga. „En hvað vill góða fólkið ganga langt? Vill það til dæmis láta drepa þá sem hefur aðrar skoðanir? Og ef það verður gert og það er kannski stutt í það eftir þetta. Þá eigi hreinlega bara að útrýma þeim, skjóta þá sem hafa vondar skoðanir, eru vondir menn. Og þegar að slíkt gerist að þá eigi ekki að lögsækja þá sem væru að drepa þá og ekki að greina frá því heldur, svo þeir yrðu ekki að píslarvættum,“ sagði Pétur. „Nákvæmlega,“ sagði Hallur og tók undir orð Péturs.

Í greininni sem var til umræðu í þætti Péturs vék Hallur meðal annars að íslenskum fjölmiðlum. „Íslenskir falsmiðlar: RÚV og Stöð 2, hafa þagað um mál Tommy Robinson; þögðu þegar Tommy var dæmdur, þögðu þegar fólk safnaðist saman við sendiráðið og hafa þagað um lausn hans úr fangelsi. Ástandið er vont og versnar á þeim bæjum,“ sagði í greininni. Þá kallaði hann bresku miðlana BBC og Sky „falsmiðla ríkjandi rétttrúnaðar“.

Góðkunnungi lögreglunnar

Tommy Robinson, sem heitir réttu nafni Stephen Christopher Yaxley-Lennon, var dæmdur í þrettán mánaða fangelsi í maí fyrir að flytja fréttir af réttarhöldum, yfir meintum múslimskum nauðgurum, fyrir utan dómhús í Leeds. Um var að ræða þrenn réttarhöld sem rekin voru í sitthvoru lagi og ríkti fjölmiðlabann yfir þeim til að tryggja málatilbúnað ákæruvaldsins. Með brotinu gerðist Tommy sekur um að „lítilsvirða réttinn“.

Tommy Robinson,enski aðgerðarsinninn og hægri öfgamaðurinn.

Ári áður, í maí 2017, hafði Tommy verið dæmdur fyrir sömu sakir í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til 18 mánaða. Lögfræðingar Tommy's héldu því þá fram að hann hefði ekki vitað af fjölmiðlabanninu. „Þú verður núna ekki í neinum vafa um hvað þú mátt gera og ekki gera. Ef þú fremur önnur lögbrot, hvers konar, til að mynda með því að „lítilsvirða réttinn“ með svipuðum hætti, þá mun þriggja mánaða fangelsisrefsingin taka gildi á ný og það ofan á þá refsingu sem hinn dómstóllinn myndi ákveða þér,“ sagði meðal annars í dómsorðinu í maí 2017.

Í síðustu viku var Tommy látinn laus úr fangelsi þegar áfrýjunardómstóll ógilti niðurstöðu sakadómstólsins um að Tommy hefði sýnt dómnum óvirðingu. Málið var sent aftur til sakadómstólsins og verður réttað í því á ný.

Sakaskrá Tommy's nær aftur til ársins 2005 og eru flest afbrot hans í tengslum við fótboltabullur og aðgerðir Varðliða Englands (e. English Defence League). Árið 2011 var hann dæmdur fyrir líkamsárás og í þriggja daga fangelsi vegna mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Fifa í Zurich í Sviss.

Árið 2013 reyndi hann að smygla sér til Bandaríkjanna á fösluðu skilríki. Honum hafði verið ómögulegt að koma sér löglega til landsins vegna fíkniefnadóma á baki hans. Því fékk hann lánað vegabréf frá vini sínum. Upp komst um atferlið og hlaut Tommy 10 mánaða fangelsisdóm.

Þá var Tommy dæmdur í 18 mánuði vegna fjársvika sem námu um 22 milljónum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár