
Ég fékk þessa bók eftir sovéska höfundinn og absúrdistann Daniil Kharms frá vinkonu minni í Glasgow fyrir allmörgum árum síðan og les hana alltaf reglulega til að minna mig á hvað mannleg hegðun getur verið ótrúlega flókin og fyndin. Örsögurnar gefa manni oft innsýn í augnablik úr lífi fólks sem geta verið hversdagsleg, hræðileg, fáránleg, falleg, asnaleg eða allt þetta á sama tíma. Stundum fjalla þær bara um mjög hversdagslegar aðstæður sem fólk lendir í sem eru samt alltaf á einhvern hátt fáránlegar og ótrúlega fyndnar. Höfundurinn var þátttakandi í sovéskri framúrstefnu en varð seinna ásakaður um andsovéska hegðun og dó úr sulti í fangelsi árið 1942.
Athugasemdir