Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

Kall­að var eft­ir björg­un­ar­sveit vegna 18 manna göngu­hóps sem komst ekki yf­ir á í gríð­ar­leg­um vexti. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, braust yf­ir ána til að sækja hjálp fyr­ir hóp­inn.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
Meyjará Á góðum degi er unnt að vaða yfir Meyjará, en í vatnavöxtum síðustu daga er það hættulegt. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Hópur íslenskra göngumanna lokaðist inni við Meyjará, skammt frá Dröngum á Ströndum í gærkvöld, vegma mikilla vatnavaxta. Hópurinn var að koma gangandi frá Reykjafirði áleiðis suður í Ófeigsfjörð.

Gríðarleg úrkoma varð á svæðinu og þegar hópurinn kom að Meyjará var einsýnt að hann kæmist ekki yfir. Fólkið var aðeins með dagnesti þar sem áformað var að gista á Dröngum þar sem tjöld og vistir biðu þess. Við Meyjará kom á daginn að hópurinn var innlyksa vegna þess að áin var í gríðarlegum vexti. Fólkið var þá orðið kalt og hrakið eftir erfiða göngu frá Reykjarfirði um vað í Bjarnarfirði. Ekkert símasamband er á þessum slóðum. Varð að ráði að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og einn göngumanna, braust yfir ánna við annan mann. Þeir héldu fjögurra kílómetra leið að Dröngum þar sem hringt var eftir hjálp björgunarsveita í gegnum gervihnattasíma. Farþegabáturinn Salómon Sig var fyrstur á vettvang og bjargaði fólkinu úr sjálfheldu. Voru margir kaldir og hraktir þó tekist hefði að kveikja bál til að orna sér við. Fólkið var ferjað að Dröngum þar sem þess beið húsakjól og ylur. Hópurinn mun koma til Norðurfjarðar í kvöld.

Fleiri ferðamenn eru fastir á Ströndum vegna vatnavaxta. Þannig er fólk innlyksa í Furufirði og göngufólk sem ætlaði frá Norðurfirði í morgun kemst ekki leiðar sinnar fyrr en veður gengur niður í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár