Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

Kall­að var eft­ir björg­un­ar­sveit vegna 18 manna göngu­hóps sem komst ekki yf­ir á í gríð­ar­leg­um vexti. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, braust yf­ir ána til að sækja hjálp fyr­ir hóp­inn.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
Meyjará Á góðum degi er unnt að vaða yfir Meyjará, en í vatnavöxtum síðustu daga er það hættulegt. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Hópur íslenskra göngumanna lokaðist inni við Meyjará, skammt frá Dröngum á Ströndum í gærkvöld, vegma mikilla vatnavaxta. Hópurinn var að koma gangandi frá Reykjafirði áleiðis suður í Ófeigsfjörð.

Gríðarleg úrkoma varð á svæðinu og þegar hópurinn kom að Meyjará var einsýnt að hann kæmist ekki yfir. Fólkið var aðeins með dagnesti þar sem áformað var að gista á Dröngum þar sem tjöld og vistir biðu þess. Við Meyjará kom á daginn að hópurinn var innlyksa vegna þess að áin var í gríðarlegum vexti. Fólkið var þá orðið kalt og hrakið eftir erfiða göngu frá Reykjarfirði um vað í Bjarnarfirði. Ekkert símasamband er á þessum slóðum. Varð að ráði að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og einn göngumanna, braust yfir ánna við annan mann. Þeir héldu fjögurra kílómetra leið að Dröngum þar sem hringt var eftir hjálp björgunarsveita í gegnum gervihnattasíma. Farþegabáturinn Salómon Sig var fyrstur á vettvang og bjargaði fólkinu úr sjálfheldu. Voru margir kaldir og hraktir þó tekist hefði að kveikja bál til að orna sér við. Fólkið var ferjað að Dröngum þar sem þess beið húsakjól og ylur. Hópurinn mun koma til Norðurfjarðar í kvöld.

Fleiri ferðamenn eru fastir á Ströndum vegna vatnavaxta. Þannig er fólk innlyksa í Furufirði og göngufólk sem ætlaði frá Norðurfirði í morgun kemst ekki leiðar sinnar fyrr en veður gengur niður í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár