Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

Kall­að var eft­ir björg­un­ar­sveit vegna 18 manna göngu­hóps sem komst ekki yf­ir á í gríð­ar­leg­um vexti. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, braust yf­ir ána til að sækja hjálp fyr­ir hóp­inn.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
Meyjará Á góðum degi er unnt að vaða yfir Meyjará, en í vatnavöxtum síðustu daga er það hættulegt. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Hópur íslenskra göngumanna lokaðist inni við Meyjará, skammt frá Dröngum á Ströndum í gærkvöld, vegma mikilla vatnavaxta. Hópurinn var að koma gangandi frá Reykjafirði áleiðis suður í Ófeigsfjörð.

Gríðarleg úrkoma varð á svæðinu og þegar hópurinn kom að Meyjará var einsýnt að hann kæmist ekki yfir. Fólkið var aðeins með dagnesti þar sem áformað var að gista á Dröngum þar sem tjöld og vistir biðu þess. Við Meyjará kom á daginn að hópurinn var innlyksa vegna þess að áin var í gríðarlegum vexti. Fólkið var þá orðið kalt og hrakið eftir erfiða göngu frá Reykjarfirði um vað í Bjarnarfirði. Ekkert símasamband er á þessum slóðum. Varð að ráði að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og einn göngumanna, braust yfir ánna við annan mann. Þeir héldu fjögurra kílómetra leið að Dröngum þar sem hringt var eftir hjálp björgunarsveita í gegnum gervihnattasíma. Farþegabáturinn Salómon Sig var fyrstur á vettvang og bjargaði fólkinu úr sjálfheldu. Voru margir kaldir og hraktir þó tekist hefði að kveikja bál til að orna sér við. Fólkið var ferjað að Dröngum þar sem þess beið húsakjól og ylur. Hópurinn mun koma til Norðurfjarðar í kvöld.

Fleiri ferðamenn eru fastir á Ströndum vegna vatnavaxta. Þannig er fólk innlyksa í Furufirði og göngufólk sem ætlaði frá Norðurfirði í morgun kemst ekki leiðar sinnar fyrr en veður gengur niður í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár