Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Isa­via mis­not­aði mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með óhóf­legri verð­lagn­ingu á bíla­stæð­un­um, að mati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Gray Line kvart­aði yf­ir óhóf­legri gjald­töku, en Strætó hef­ur einnig lýst óánægju með að­stöðu al­menn­ings­sam­gangna við stöð­ina.

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Samkeppniseftirlitið telur Isavia hamla samkeppni með gjaldtöku á stæðum. Mynd: Shutterstock

Samkeppniseftirlitið tók í dag bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. er gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gjaldtakan tók gildi þann 1. mars 2018, í framhaldi af útboði og samningum um nýtingu tveggja hópferðafyrirtækja á stæðum við flugstöðvarbygginguna (nærstæði).

Kvörtun barst frá fyrirtækinu Gray Line, sem missti aðstöðu á nærstæðunum í útboði í fyrra. Hópferðir og Kynnisferðir áttu hæstu boðin, en síðara fyrirtækið er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Upphæðin er 20 þúsund á hvern bíl, sem er náttúrulega dýrasta bílastæðagjald í heimi,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line. „Við ætluðum bara að halda áfram okkar starfsemi á bílastæðunum þar sem allir hafa verið í samkeppni, en væntanlega telja einhverjir að það séu tengsl við útboðið.“

Málið þoldi ekki bið

Samkeppniseftirlitið telur að háttsemi Isavia gangi gegn ákvæðum samkeppnislaga og tekur bráðabirgðarákvörðun þar sem málið þolir ekki bið eftir endanlegri ákvörðun. Eftirlitið telur sennilegt að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu við gjaldtöku fyrir notkun á fjarstæðum. Jafnframt mismuni Isavia viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum. Gildir bráðabirgðaákvörðunin til 31. desember 2018.

„Verði ekkert að gert muni gjaldtaka Isavia á fjarstæðum hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækja sem nýta þurfi fjarstæðin,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. „Þá liggur fyrir að gjöld vegna stæðanna munu að óbreyttu hækka verulega þann 1. september nk., en þá verður svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili felldur niður.“

Samkeppniseftirlitið hefur sent Isavia andmælaskjal þar sem félaginu er gefinn kostur á að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri áður en endanleg ákvörðun verður tekin í málinu.

Óánægja Strætó með stæðin

Engar merkingar eru innan Leifsstöðvar sem benda komufarþegum á almenningssamgöngur. Stoppistöð Strætó við Keflavíkurflugvöll hefur verið færð frá útgangi komufarþega, þar sem hópbifreiðar einkaaðila eru staðsettar, og er nú brottfararmegin.

Forsvarsmenn Strætó hafa óskað eftir því við Isavia að ferðamönnum sé bent á vagnana til jafns við rútur og leigubíla. Í samtali við Stundina í janúar sagði upplýsingafulltrúi Strætó að slíkar merkingar yrðu settar upp á fyrstu mánuðum ársins. Merkingarnar eru ekki komnar upp.

„Einhver upplýsingagjöf væri vel þegin, sama hver hún er.“

„Í þau skipti sem við höfum rætt við Isavia hefur þessu verið lofað,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „En ekkert hefur verið gert. Einhver upplýsingagjöf væri vel þegin, sama hver hún er. Við værum til í að það væri hægt að vísa fólkinu á réttan stað. Það eru margir sem vita ekkert hvar stöðin er staðsett. Þeir töluðu áður um að hafa smá skilti fyrir utan, en það hefur ekki verið gert ennþá.“

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að merkingarnar verði bættar. Verkefnið hafi hins vegar tafist vegna annarra verkefna í Leifsstöð og sumarfría starfsfólks. „Mér er sagt að haustið fari í uppsetningu, ég var fullvissaður um að þetta væri í vinnslu,“ segir Guðjón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár