Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Hrefna Frið­riks­dótt­ir, pró­fess­or í fjöl­skyldu­rétti, furð­ar sig á túlk­un sýslu­manns og bend­ir á að því er hvergi sleg­ið föstu í lög­um eða lög­skýr­ing­ar­gögn­um að tálm­un á um­gengni jafn­gildi of­beldi.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Sýslumaðurinn á Suðurlandi skilgreina  umgengnistálmanir sem ofbeldi gegn börnum og senda gjarnan barnaverndarnefndum tilkynningar um slíkt ofbeldi eftir uppkvaðningu dagsektarúrskurða.  

Telur nálgunina óæskilegaHrefna Friðriksdóttir lagaprófessor segir engum til góðs að nálgast tálmunarmál með einstrengingslegum hætti og skilgreina tálmun almennt sem ofbeldi.

Hrefna Friðriksdóttir, prófessor í fjölskyldurétti við Háskóla Íslands og einn af höfundum frumvarps sem lá til grundvallar endurskoðun á barnalögum árið 2012, er ósammála túlkun sýslumanns og bendir á að því sé hvergi slegið föstu í lögum eða lögskýringargögnum að tálmun á umgengni jafngildi ofbeldi.

„Það er mjög umdeilanlegt hvort skilgreina eigi tálmun sem ofbeldi og það er sérstaklega umdeilanlegt hvort það sé nokkur þörf á því eða hvort nokkur sé neinu bættari við það,“ segir hún.

Stundin hefur undir höndum tvær tilkynningar sem sýslumannsfulltrúar á höfuðborgarsvæðinu sendu barnaverndarnefnd í fyrra. Í báðum tilvikum er um að ræða mæður sem sýslumannsfulltrúar saka um andlegt ofbeldi gegn börnunum sínum, einvörðungu á þeim grundvelli að kveðinn hafi verið upp dagsektarúrskurður og sýslumaður telji þær hafa tálmað umgengni. 

Tilkynningarnar virðast staðlaðar; þær eru orðaðar með svipuðum hætti og einungis tilgreint að „móðir hafi tálmað umgengni barnsins við föður“ og þannig beitt barnið „tilfinningaleg[u]/sálræn[u] ofbeldi“. Konurnar fengu ekki að vita af tilkynningunum fyrr en um ári eftir að þær voru sendar og í hvorugu tilvikinu hafði sýslumannsfulltrúi eða sérfræðingur í málefnum barns rætt við barnið sem átti í hlut. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár