það hefur í senn verið kalt, úrkomumikið og gott sem sólarlaust. Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson segir þetta sumar þó langt í frá einsdæmi þó svo það hafi ekki verið svona slæmt lengi.
Það sem af er sumars hefur rignt von úr viti á suðvesturhorninu og hafa sólskinsstundir í júní ekki mælst eins fáar í Reykjavík síðan 1914. Júlí byrjar einnig mjög illa og er þetta kaldasta júlíbyrjun á öldinni þó svo að það hafi ekki rignt mikið ennþá samkvæmt Trausta. „Þetta hefur ekki verið svona lengi, veðrið var svipað sumarið 2006 en þá var að vísu aðeins hlýrra heldur en núna.“ Úr því sumri rættist þó um miðjan júlí. Allt fram til 2013 var síðan alla jafna mjög gott veður í Reykjavík yfir sumarið, sem er óvenjulegt að sögn Trausta. „Það voru svo mörg góð sumur í röð, það hefur bara ekki gerst áður.“
Þrátt fyrir að sumarið hafi hingað til verið slæmt á Suðvesturlandi segir Trausti þó
Athugasemdir