Fyrir rúmu ári tók ég að mér að vera bakgrunnsleikari í sjónvarpsþætti sem var tekinn upp í Berlín. Eldsnemma morguns hjólaði ég í syðsta hluta borgarinnar þar sem taka átti upp næstu 14 tímana eða svo. Starfsfólk framleiðslunnar klæddi mig í pönkaraleg föt, rétti mér mótmælaspjald og setti mig ásamt tugum félaga minna bak við tálma sem óeirðalögregla gætti.
Hinum megin við afgirta svæðið söfnuðust saman jakkafataklæddir meðlimir nýfasíska stjórnmálaflokksins „Perspektiv für Deutschland“ á árlegri ráðstefnu sinni. Nafnið var ekki alveg úr lausu lofti gripið, en flokkurinn „Alternativ für Deutschland“ er einmitt öfgahægrihreyfing innflytjendahatara, sem eftir síðustu þingkosningar er orðinn þriðji stærsti flokkur þýska sambandsþingsins.
Okkur mótmælendunum var falið að berja í grindverkið, veifa skiltunum og hrópa „Nieder mit der Nazi-Propaganda!“ Nasistarnir glottu til okkar á móti, fullvissir um öryggi sitt bak við vígbúna verði laganna.
Eftir heilan dag af því að öskra á nasista og bölva löggunum sem á …
Athugasemdir