Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær vakti hörð viðbrögð ljósmæðra og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hópur ljósmæðra hefur birt launaseðla sína á Facebook. Aðstoðarkona forstjóra Landspítalans segir ráðuneytið annað hvort vilja afvegaleiða umræðuna eða skorta þekkingu.
Í fréttatilkynningunni voru birtar upplýsingar um kjör ljósmæðra og þau sett í samanburð við laun annarra félagsmanna BHM. Fram kom að meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf væru um 848 þúsund krónur á mánuði. Þá var birt línurit til að bera saman fjölda ljósmæðra og fjölda fæðinga á 11 ára tímabili.
„Varðandi samanburðinn um hlutfall ljósmæðra vs fæðingar þá er það annað hvort tilraun til afvegaleiðingar umræðunnar (að það bara þurfi ekki svona margar ljósmæður) eða alvarlegan þekkingarskort á hlutverki ljósmæðra - nema hvort tveggja sé,“ skrifar Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra Landspítalans, í athugasemd á Facebook.
„Jafn gagnlegt hefði verið að birta samanburð á sólardögum í júní á tímabilinu.“
Anna segir ljósmæður hafa tekið að sér …
Athugasemdir