Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hörð viðbrögð ljósmæðra við fréttatilkynningu ráðuneytis

Ljós­mæð­ur birta launa­seðl­ana sína á Face­book til sönn­un­ar um slæm kjör. „Hvar get ég feng­ið vinnu sem ljós­móð­ir sem borg­ar þessi laun sem koma fram í frétt­um?“ spyr ein. Að­stoð­ar­kona for­stjóra Land­spít­al­ans seg­ir ráðu­neyt­ið af­vega­leiða um­ræðu um ljós­mæð­ur eða skorta þekk­ingu.

Hörð viðbrögð ljósmæðra við fréttatilkynningu ráðuneytis
Bjarni Benediktsson Í tilkynningu ráðuneytisins kom fram að ljósmæður hafi fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög frá 2008. Mynd: Pressphotos

Fréttatilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins í gær vakti hörð viðbrögð ljósmæðra og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hópur ljósmæðra hefur birt launaseðla sína á Facebook. Aðstoðarkona forstjóra Landspítalans segir ráðuneytið annað hvort vilja afvegaleiða umræðuna eða skorta þekkingu.

Í fréttatilkynningunni voru birtar upplýsingar um kjör ljósmæðra og þau sett í samanburð við laun annarra félagsmanna BHM. Fram kom að meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf væru um 848 þúsund krónur á mánuði. Þá var birt línurit til að bera saman fjölda ljósmæðra og fjölda fæðinga á 11 ára tímabili.

„Varðandi samanburðinn um hlutfall ljósmæðra vs fæðingar þá er það annað hvort tilraun til afvegaleiðingar umræðunnar (að það bara þurfi ekki svona margar ljósmæður) eða alvarlegan þekkingarskort á hlutverki ljósmæðra - nema hvort tveggja sé,“ skrifar Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra Landspítalans, í athugasemd á Facebook.

 „Jafn gagnlegt hefði verið að birta samanburð á sólardögum í júní á tímabilinu.“

Anna segir ljósmæður hafa tekið að sér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár