Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinstri græn héldu áfram að rukka eftir úrsögn úr flokknum

Fram­kvæmda­stjóri VG: „Ef við ein­hvern er að sak­ast í svona mál­um, er það starfs­fólk­ið á skrif­stof­unni“

Vinstri græn héldu áfram að rukka eftir úrsögn úr flokknum
Rukkaður þrátt fyrir úrsögn Hrafnkell Freyr Lárusson sagði sig úr Vinstri grænum en þrátt fyrir það voru áfram dregnir fjármunir af greiðslukorti hans til flokksins.

Fyrrverandi félagi í Vinstri grænum, sem sagði sig úr flokknum í nóvember síðastliðnum vegna óánægju með þátttöku Vinstri grænna í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, var áfram rukkaður um styrki til flokksins. Þrívegis var gjaldfært af kreditkorti hans eftir úrsögnina, þrátt fyrir að í tölvupósti sem hann sendi til flokksins hafi verið tiltekið sérstaklega að fjarlægja skyldi nafn hans úr styrktarmannakerfi flokksins. Hálfum mánuði eftir að hafa bent á þessa staðreynd var enn ekki búið að endurgreiða fjármunina.

Hrafnkell Freyr Lárusson sagði sig úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði 30. nóvember síðastliðinn vegna óánægju með þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Til þess sendi hann tölvupóst á skrifstofu flokksins þar sem hann óskaði eftir því að nafn hans yrði fjarlægt úr félagatali og styrktarmannakerfi flokksins. Þeim pósti var svarað samdægurs.

„Ég get ekki neitað því að það hefur leitað á mig sú hugsun hvort hreinlega hafi verið látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni sem sendi úrsagnir eftir að ríkisstjórnin var mynduð“

Um miðjan júní síðastliðinn uppgötvaði Hrafnkell síðan að í þrígang hefði verið gjaldfært út af kreditkorti hans til flokksins. Hann hafi því skrifað skrifstofu Vinstri grænna á nýjan leik og bent á þetta. Þá barst honum svar um hæl og því var lofað að þetta yrði lagað og honum endurgreiddir peningarnir. Í dag, rúmum tveimur vikum síðar, voru þeir hins vegar enn ógreiddir.

Óviðkunnanlegt og óeðlilegt

Hrafnkell segir í færslu á Facebook að umrædd upphæð sé ekki aðalatriðið í þessu samhengi enda ekki um stóra fjárhæð að ræða. „Það sem mér finnst hins vegar bæði óviðkunnalegt og óeðlilegt er að félag sem ég áður tilheyrði en kaus að slíta tengsl við, og gerði það á mjög skýran hátt, skuli áfram rukka mig eins og ekkert hafi í skorist. Og þó bent sé á það sjáist engin viðbrögð um leiðréttingu þrátt fyrir góð orð. Ég lít svo á að ef maður tekur í ógáti annarra manna peninga þá skilar maður þeim hratt og örugglega þegar manni er gert viðvart um mistökin.“

Hrafnkell veltir fyrir sér í samhenginu hvort fleiri en hann séu í sömu stöðu og hann, að vera rukkaðir áfram þrátt fyrir að hafa sagt sig úr flokknum. Hann segir ennfremur að það ættu að vera hæg heimatök að endurgreiða honum, enda er Hrafnkell fyrrverandi starfsmaður Vinstri grænna og því ættu allar upplýsingar til þess að vera til staðar. Hrafnkell stýrði kosningabaráttu Vinstri grænna í Norðaustur kjördæmi í tvígang, sat í stjórn flokksins á árunum 2015 til 2017 og var einnig formaður svæðisfélags flokksins á Austurlandi áður en hann sagði skilið við flokkinn.

„En kannski má segja að þetta sé viðeigandi í samhengi við þá hunsun sem ég upplifði af hendi margra fyrrum félaga minna í VG (með sumum hafði ég starfað í áratug) þegar ég tók að gagnrýna ríkisstjórnarsamstarfið sem þá var í bígerð.

Ég get ekki neitað því að það hefur leitað á mig sú hugsun hvort hreinlega hafi verið látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni sem sendi úrsagnir eftir að ríkisstjórnin var mynduð. A.m.k. kom mér á óvart þegar því var haldið fram í byrjun árs að félögum í VG hefði fremur fjölgað en fækkað.“

Ekki stefna VG að halda fólki nauðugu í vistarbandi

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra Vinstri grænna, svarar Hrafnkeli og lofar því að honum verði endurgreidd umrædd upphæð. Ekki er laust við að Björg Eva sé nokkuð hvefsin í svörum sínum og segir hún að auðvitað sé ekki látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni þegar það óski þess. „Félagatal VG hefur verið á mikilli hreyfingu frá því ég fór að sjá um það, margar úrsagnir og enn fleiri nýskráningar. Við leysum úr því eins hratt og hægt er – og Hrafnkell Lárusson, ef við einhvern er að sakast í svona málum, er það starfsfólkið á skrifstofunni en ekki að það sé stefna VG að halda fólki nauðugu í vistarbandi flokknum.“

Björg Eva upplýsir síðan að félagar í Vinstri grænum séu í dag 5.814 og það sé nálega sama tala og fyrir þingkosningarnar 28. október 2017. Félögum í flokknum hafi fjölgað í 6.000 fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en hafi fækkað nokkuð eftir það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár