Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinstri græn héldu áfram að rukka eftir úrsögn úr flokknum

Fram­kvæmda­stjóri VG: „Ef við ein­hvern er að sak­ast í svona mál­um, er það starfs­fólk­ið á skrif­stof­unni“

Vinstri græn héldu áfram að rukka eftir úrsögn úr flokknum
Rukkaður þrátt fyrir úrsögn Hrafnkell Freyr Lárusson sagði sig úr Vinstri grænum en þrátt fyrir það voru áfram dregnir fjármunir af greiðslukorti hans til flokksins.

Fyrrverandi félagi í Vinstri grænum, sem sagði sig úr flokknum í nóvember síðastliðnum vegna óánægju með þátttöku Vinstri grænna í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, var áfram rukkaður um styrki til flokksins. Þrívegis var gjaldfært af kreditkorti hans eftir úrsögnina, þrátt fyrir að í tölvupósti sem hann sendi til flokksins hafi verið tiltekið sérstaklega að fjarlægja skyldi nafn hans úr styrktarmannakerfi flokksins. Hálfum mánuði eftir að hafa bent á þessa staðreynd var enn ekki búið að endurgreiða fjármunina.

Hrafnkell Freyr Lárusson sagði sig úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði 30. nóvember síðastliðinn vegna óánægju með þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Til þess sendi hann tölvupóst á skrifstofu flokksins þar sem hann óskaði eftir því að nafn hans yrði fjarlægt úr félagatali og styrktarmannakerfi flokksins. Þeim pósti var svarað samdægurs.

„Ég get ekki neitað því að það hefur leitað á mig sú hugsun hvort hreinlega hafi verið látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni sem sendi úrsagnir eftir að ríkisstjórnin var mynduð“

Um miðjan júní síðastliðinn uppgötvaði Hrafnkell síðan að í þrígang hefði verið gjaldfært út af kreditkorti hans til flokksins. Hann hafi því skrifað skrifstofu Vinstri grænna á nýjan leik og bent á þetta. Þá barst honum svar um hæl og því var lofað að þetta yrði lagað og honum endurgreiddir peningarnir. Í dag, rúmum tveimur vikum síðar, voru þeir hins vegar enn ógreiddir.

Óviðkunnanlegt og óeðlilegt

Hrafnkell segir í færslu á Facebook að umrædd upphæð sé ekki aðalatriðið í þessu samhengi enda ekki um stóra fjárhæð að ræða. „Það sem mér finnst hins vegar bæði óviðkunnalegt og óeðlilegt er að félag sem ég áður tilheyrði en kaus að slíta tengsl við, og gerði það á mjög skýran hátt, skuli áfram rukka mig eins og ekkert hafi í skorist. Og þó bent sé á það sjáist engin viðbrögð um leiðréttingu þrátt fyrir góð orð. Ég lít svo á að ef maður tekur í ógáti annarra manna peninga þá skilar maður þeim hratt og örugglega þegar manni er gert viðvart um mistökin.“

Hrafnkell veltir fyrir sér í samhenginu hvort fleiri en hann séu í sömu stöðu og hann, að vera rukkaðir áfram þrátt fyrir að hafa sagt sig úr flokknum. Hann segir ennfremur að það ættu að vera hæg heimatök að endurgreiða honum, enda er Hrafnkell fyrrverandi starfsmaður Vinstri grænna og því ættu allar upplýsingar til þess að vera til staðar. Hrafnkell stýrði kosningabaráttu Vinstri grænna í Norðaustur kjördæmi í tvígang, sat í stjórn flokksins á árunum 2015 til 2017 og var einnig formaður svæðisfélags flokksins á Austurlandi áður en hann sagði skilið við flokkinn.

„En kannski má segja að þetta sé viðeigandi í samhengi við þá hunsun sem ég upplifði af hendi margra fyrrum félaga minna í VG (með sumum hafði ég starfað í áratug) þegar ég tók að gagnrýna ríkisstjórnarsamstarfið sem þá var í bígerð.

Ég get ekki neitað því að það hefur leitað á mig sú hugsun hvort hreinlega hafi verið látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni sem sendi úrsagnir eftir að ríkisstjórnin var mynduð. A.m.k. kom mér á óvart þegar því var haldið fram í byrjun árs að félögum í VG hefði fremur fjölgað en fækkað.“

Ekki stefna VG að halda fólki nauðugu í vistarbandi

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra Vinstri grænna, svarar Hrafnkeli og lofar því að honum verði endurgreidd umrædd upphæð. Ekki er laust við að Björg Eva sé nokkuð hvefsin í svörum sínum og segir hún að auðvitað sé ekki látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni þegar það óski þess. „Félagatal VG hefur verið á mikilli hreyfingu frá því ég fór að sjá um það, margar úrsagnir og enn fleiri nýskráningar. Við leysum úr því eins hratt og hægt er – og Hrafnkell Lárusson, ef við einhvern er að sakast í svona málum, er það starfsfólkið á skrifstofunni en ekki að það sé stefna VG að halda fólki nauðugu í vistarbandi flokknum.“

Björg Eva upplýsir síðan að félagar í Vinstri grænum séu í dag 5.814 og það sé nálega sama tala og fyrir þingkosningarnar 28. október 2017. Félögum í flokknum hafi fjölgað í 6.000 fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en hafi fækkað nokkuð eftir það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár