Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinstri græn héldu áfram að rukka eftir úrsögn úr flokknum

Fram­kvæmda­stjóri VG: „Ef við ein­hvern er að sak­ast í svona mál­um, er það starfs­fólk­ið á skrif­stof­unni“

Vinstri græn héldu áfram að rukka eftir úrsögn úr flokknum
Rukkaður þrátt fyrir úrsögn Hrafnkell Freyr Lárusson sagði sig úr Vinstri grænum en þrátt fyrir það voru áfram dregnir fjármunir af greiðslukorti hans til flokksins.

Fyrrverandi félagi í Vinstri grænum, sem sagði sig úr flokknum í nóvember síðastliðnum vegna óánægju með þátttöku Vinstri grænna í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi, var áfram rukkaður um styrki til flokksins. Þrívegis var gjaldfært af kreditkorti hans eftir úrsögnina, þrátt fyrir að í tölvupósti sem hann sendi til flokksins hafi verið tiltekið sérstaklega að fjarlægja skyldi nafn hans úr styrktarmannakerfi flokksins. Hálfum mánuði eftir að hafa bent á þessa staðreynd var enn ekki búið að endurgreiða fjármunina.

Hrafnkell Freyr Lárusson sagði sig úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði 30. nóvember síðastliðinn vegna óánægju með þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Til þess sendi hann tölvupóst á skrifstofu flokksins þar sem hann óskaði eftir því að nafn hans yrði fjarlægt úr félagatali og styrktarmannakerfi flokksins. Þeim pósti var svarað samdægurs.

„Ég get ekki neitað því að það hefur leitað á mig sú hugsun hvort hreinlega hafi verið látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni sem sendi úrsagnir eftir að ríkisstjórnin var mynduð“

Um miðjan júní síðastliðinn uppgötvaði Hrafnkell síðan að í þrígang hefði verið gjaldfært út af kreditkorti hans til flokksins. Hann hafi því skrifað skrifstofu Vinstri grænna á nýjan leik og bent á þetta. Þá barst honum svar um hæl og því var lofað að þetta yrði lagað og honum endurgreiddir peningarnir. Í dag, rúmum tveimur vikum síðar, voru þeir hins vegar enn ógreiddir.

Óviðkunnanlegt og óeðlilegt

Hrafnkell segir í færslu á Facebook að umrædd upphæð sé ekki aðalatriðið í þessu samhengi enda ekki um stóra fjárhæð að ræða. „Það sem mér finnst hins vegar bæði óviðkunnalegt og óeðlilegt er að félag sem ég áður tilheyrði en kaus að slíta tengsl við, og gerði það á mjög skýran hátt, skuli áfram rukka mig eins og ekkert hafi í skorist. Og þó bent sé á það sjáist engin viðbrögð um leiðréttingu þrátt fyrir góð orð. Ég lít svo á að ef maður tekur í ógáti annarra manna peninga þá skilar maður þeim hratt og örugglega þegar manni er gert viðvart um mistökin.“

Hrafnkell veltir fyrir sér í samhenginu hvort fleiri en hann séu í sömu stöðu og hann, að vera rukkaðir áfram þrátt fyrir að hafa sagt sig úr flokknum. Hann segir ennfremur að það ættu að vera hæg heimatök að endurgreiða honum, enda er Hrafnkell fyrrverandi starfsmaður Vinstri grænna og því ættu allar upplýsingar til þess að vera til staðar. Hrafnkell stýrði kosningabaráttu Vinstri grænna í Norðaustur kjördæmi í tvígang, sat í stjórn flokksins á árunum 2015 til 2017 og var einnig formaður svæðisfélags flokksins á Austurlandi áður en hann sagði skilið við flokkinn.

„En kannski má segja að þetta sé viðeigandi í samhengi við þá hunsun sem ég upplifði af hendi margra fyrrum félaga minna í VG (með sumum hafði ég starfað í áratug) þegar ég tók að gagnrýna ríkisstjórnarsamstarfið sem þá var í bígerð.

Ég get ekki neitað því að það hefur leitað á mig sú hugsun hvort hreinlega hafi verið látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni sem sendi úrsagnir eftir að ríkisstjórnin var mynduð. A.m.k. kom mér á óvart þegar því var haldið fram í byrjun árs að félögum í VG hefði fremur fjölgað en fækkað.“

Ekki stefna VG að halda fólki nauðugu í vistarbandi

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra Vinstri grænna, svarar Hrafnkeli og lofar því að honum verði endurgreidd umrædd upphæð. Ekki er laust við að Björg Eva sé nokkuð hvefsin í svörum sínum og segir hún að auðvitað sé ekki látið hjá líða að skrá fólk úr hreyfingunni þegar það óski þess. „Félagatal VG hefur verið á mikilli hreyfingu frá því ég fór að sjá um það, margar úrsagnir og enn fleiri nýskráningar. Við leysum úr því eins hratt og hægt er – og Hrafnkell Lárusson, ef við einhvern er að sakast í svona málum, er það starfsfólkið á skrifstofunni en ekki að það sé stefna VG að halda fólki nauðugu í vistarbandi flokknum.“

Björg Eva upplýsir síðan að félagar í Vinstri grænum séu í dag 5.814 og það sé nálega sama tala og fyrir þingkosningarnar 28. október 2017. Félögum í flokknum hafi fjölgað í 6.000 fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en hafi fækkað nokkuð eftir það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár