Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur Einar tilnefndi fráfarandi sveitarstjóra Skagafjarðar í verðlagsnefnd búvara

Fé­lags­mála­ráð­herra skipt­ir út Þórólfi Matth­ías­syni og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra skip­ar Frið­rik Má Bald­urs­son sem formann verð­lags­nefnd­ar­inn­ar. Af­ger­andi áhrif skag­firska efna­hags­svæð­is­ins.

Ásmundur Einar tilnefndi fráfarandi sveitarstjóra Skagafjarðar í verðlagsnefnd búvara

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara og mun Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, gegna formennsku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Annar þeirra aðila sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, tilnefnir í nefndina er Ásta Björg Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skagafjarðar og fyrrverandi starfsmaður Fisk Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Ásmundur skipaði hana einnig í stjórn Íbúðalánasjóðs fyrr á þessu ári. 

Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu og tveir af samtökum launþega auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann verðlagsnefndar.

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands nýttu ekki rétt sinn til tilnefningar og féll það því í hlut Ásmundar Einars samkvæmt lögum að  tilnefna tvo fulltrúa. Hann valdi annars vegar Ástu Björgu og hins vegar Ágúst Sigurð Óskarsson sem starfað hefur  sem ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Áður sátu Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóra Sif Tynes í nefndinni fyrir hönd velferðarráðuneytisins.

Fulltrúar Bændasamtakanna eru Margrét Gísladóttir og Sindri Sigurgeirsson en fulltrúar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði eru Rögnvaldur Ólafsson og Jóhanna Hreinsdóttir. 

Áður var nefndin svo skipuð:

Kristrún M. Frosta­dótt­ir, skipuð af ráðherra

Arn­ar Árna­son, til­nefnd­ur af Bænda­sam­tök­um Íslands

Sindri Sig­ur­geirs­son, til­nefnd­ur af Bænda­sam­tök­um Íslands

Rögn­vald­ur Ólafs­son, til­nefnd­ur af Sam­tök­um afurðastöðva í mjólk­uriðnaði sf.

Jó­hanna Hreins­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tök­um afurðastöðva í mjólk­uriðnaði sf.

Þórólf­ur Geir Matth­ías­son, til­nefnd­ur af vel­ferðarráðuneyt­inu

Dóra Sif Tynes, til­nefnd af vel­ferðarráðuneyt­inu

Nú er hún svona:

Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Margrét Gísladóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands

Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.

Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.

Ágúst Sigurður Óskarsson, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásta Björg Pálmadóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár