Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ásmundur Einar tilnefndi fráfarandi sveitarstjóra Skagafjarðar í verðlagsnefnd búvara

Fé­lags­mála­ráð­herra skipt­ir út Þórólfi Matth­ías­syni og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra skip­ar Frið­rik Má Bald­urs­son sem formann verð­lags­nefnd­ar­inn­ar. Af­ger­andi áhrif skag­firska efna­hags­svæð­is­ins.

Ásmundur Einar tilnefndi fráfarandi sveitarstjóra Skagafjarðar í verðlagsnefnd búvara

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara og mun Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, gegna formennsku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Annar þeirra aðila sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, tilnefnir í nefndina er Ásta Björg Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skagafjarðar og fyrrverandi starfsmaður Fisk Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Ásmundur skipaði hana einnig í stjórn Íbúðalánasjóðs fyrr á þessu ári. 

Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu og tveir af samtökum launþega auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann verðlagsnefndar.

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands nýttu ekki rétt sinn til tilnefningar og féll það því í hlut Ásmundar Einars samkvæmt lögum að  tilnefna tvo fulltrúa. Hann valdi annars vegar Ástu Björgu og hins vegar Ágúst Sigurð Óskarsson sem starfað hefur  sem ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. Áður sátu Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóra Sif Tynes í nefndinni fyrir hönd velferðarráðuneytisins.

Fulltrúar Bændasamtakanna eru Margrét Gísladóttir og Sindri Sigurgeirsson en fulltrúar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði eru Rögnvaldur Ólafsson og Jóhanna Hreinsdóttir. 

Áður var nefndin svo skipuð:

Kristrún M. Frosta­dótt­ir, skipuð af ráðherra

Arn­ar Árna­son, til­nefnd­ur af Bænda­sam­tök­um Íslands

Sindri Sig­ur­geirs­son, til­nefnd­ur af Bænda­sam­tök­um Íslands

Rögn­vald­ur Ólafs­son, til­nefnd­ur af Sam­tök­um afurðastöðva í mjólk­uriðnaði sf.

Jó­hanna Hreins­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tök­um afurðastöðva í mjólk­uriðnaði sf.

Þórólf­ur Geir Matth­ías­son, til­nefnd­ur af vel­ferðarráðuneyt­inu

Dóra Sif Tynes, til­nefnd af vel­ferðarráðuneyt­inu

Nú er hún svona:

Friðrik Már Baldursson, formaður, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Margrét Gísladóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands

Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.

Jóhanna Hreinsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.

Ágúst Sigurður Óskarsson, tilnefndur af félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásta Björg Pálmadóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár