Bandaríkin eru stór og fjölmenn og hér býr alls konar fólk. Flestir íbúar eru friðelskandi en hér er líka mikið af glæpamönnum og hér er líka mikið ofbeldi. Á hverjum degi deyja 90–100 manns í Bandaríkjunum af skotsárum. Um það bil tveir þriðju falla fyrir eigin hendi, töluvert er um voðaskot og slys af ýmsu tagi en beinar skotárásir eru margar. Sjö börn og unglingar undir 19 ára deyja á hverjum sólarhring af skotsárum. Þá gleymist oft að á hverjum degi særast nærri 200 manns og þurfa að glíma við meiri eða minni afleiðingar skotsára. Fjöldamorð í skólum og öðrum stöðum sem eiga að vera friðsælir og öruggir vekja heimsathygli og kveikja umræður um herta löggjöf og eftirlit, en yfirleitt fjara þær umræður út á nokkrum vikum. Þótt fjöldamorðin veki auðvitað mesta athygli eru morðin oftast eitt til tvö í senn, hér og þar á hverjum degi.
Þetta er alvarlegt …
Athugasemdir