Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reykjavíkurborg ætti að útvega dagforeldrum húsnæði á hóflegu verði

Til­lög­ur starfs­hóps um breyt­ing­ar og þró­un dag­for­eldra­þjón­ustu gera ráð fyr­ir að ýtt verði und­ir að dag­for­eldr­ar starfi tveir og tveir sam­an.

Reykjavíkurborg ætti að útvega dagforeldrum húsnæði á hóflegu verði
Dagforeldrakerfi við hlið ungbarnadeilda Samkvæmt tillögum starfshóps á að beita ýmsum leiðum til að styrkja dagforeldrakerfið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Reykjavíkurborg ætti að stuðla að því með markvissum hætti að fjölga þeim dagforeldrum sem starfa tveir og tveir saman. Það væri meðal annars hægt að gera með því að bjóða dagforeldrum húsnæði í eigu borgarinnar á hóflegu leiguverði undir daggæsluna.

Þetta er meðal tillagna um endurskoðun og þróun á dagforeldrraþjónustu í Reykjavík sem starfshópur um málið hefur skilað. Meðal annarra tillagna sem starfshópurinn leggur til eru að niðurgreiðslur til dagforeldra hækki í áföngum þannig að kostnaður foreldra með börn hjá dagforeldrum verði sambærilegur við það ef börn eru á leikskóla. Lagt er til að miðurgreiðslurnar verði hækkaðar um fjórðung í fyrsta áfanga, um tæpar 14 þúsund krónur á mánuði. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs segir að ekkert sé hægt að nefna um tímasetingar í þessum efnum, fara verði yfir tillögurnar og meta kostnað við þær og taka umræðu áður en slíkt verði hægt. Skúli segir jafnframt að á fundi skóla- og frístundaráðs í gær hafi verið samþykkt að láta sviðsstjóra vinna innleiðingaráætlun sem komi til meðferðar á næsta fundi ráðsins í ágúst. Með slíkri innleiðingaráætlun verði tillögurnar endanlega kostnaðarmetnar, þeim forgangsraðað og eftir atvikum áfangaskipt.

Þá er lagt til að veittur verði 200 þúsund króna aðstöðustyrkur árlega til dagforeldra til að mæta kostnaði við húsnæði og aðbúnaðar. Sömuleiðis verði veittur 300 þúsund króna stofnstyrkur til að ýta undir nýliðun í starfsstéttini.

Auk þessa verði framlög borgarinnar hækkuð vegna grunnnámskeiðs fyrir verðandi dagforeldra, að dagforeldrar fái greiddan kostnað vegna slysavarna- og eldvarnarnámskeiða og að ýtt verði undir símenntun og faglegt samstarf við leikskólana.

Aðrar tillögur starfshópsins snúa að því að bæta upplýsingagjöf af hálfu dagforeldra, að ytra mati og öryggi í starfseminni, ráðgjöf og miðlægri innritun barna til dagforeldra.

Reykjavíkurborg hefur á undanförnum misserum opnað ungbarnadeildir við leikskóla í borginni og stefnt er að því að enn fleiri slíkar taki til starfa á þessu ári. Í haust er stefnt að því að fjórtán slíkar verði starfandi, við tíu leikskóla. Spurður hvort að það sé framtíð í því að breyta dagforeldrakerfinu í þessu samhengi og hvort ekki standi til að opna ungbarnadeildir í öllum leikskólum borgarinnar svarar Skúli hvoru tveggja játandi. „Það er stefnan að bjóða upp á ungbarnadeildir í öllum leikskólahverfum. Við erum hins vegar að koma til móts við að þarfir foreldra eru mismunandi. Mikill meirihluti foreldra kýs að vera með sín börn á leikskólum en það er ákveðinn, umtalsverður hópur sem að velur frekar að dagforeldra valkostinn ef báðir eru í boði. Það er töluverður munur á greiðslum sem inna þarf af hendi og því er mjög rökrétt tillaga starfshópsins að hækka greiðslur til dagforeldra, þó að tillagan um hækkunina sé býsna róttæk. Við höfum nálgast þetta þannig að það sé mikilvægt að foreldrar hafi val um hvorn kostinn þeir taki og því sé mikilvægt að bæði kerfi séu til á sama tíma.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár