Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flytur viðkvæm og einlæg ljóð

Vig­dís Ósk Howser Harð­ar­dótt­ir henti sér út í djúpu laug­ina eft­ir að hafa kynnst ljóðlist­inni og gerð­ist skáld og rapp­ari. Nú býr hún í Berlín og er að reyna að skapa senu sem svip­ar til þeirr­ar sem varð til á Ís­landi.

Flytur viðkvæm og einlæg ljóð
Var ekki einu sinni skúffuskáld Vigdís datt inn í listasenuna, hálfgert fyrir tilviljun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vigdís Ósk Howser Harðardóttir hefur á síðustu árum vakið talsverða athygli í menningarlífinu. Hún hefur verið burðarás í grasrót ljóðlistarinnar og haldið utan um ljóðakvöld Hispursmeyjanna, rappað og tekið pláss með Reykjavíkurdætrum og síðan farið eigin leiðir með einkaverkefni sitt, Fever Dream.

Fyrir fjórum árum, þegar Vigdís var 21 árs gömul, bauð vinkona hennar, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, henni að flytja ljóð sín á ljóðakvöldi skáldahópsins Fríyrkjunnar. Sólveig, sem er ein stofnenda hópsins, hafði áður dregið Vigdísi með sér á ljóðaupplestur í Kaldalóni í Hörpu. „Að sjá þetta listform í persónu heillaði mig ótrúlega mikið,“ segir Vigdís blaðamanni. „Ég hafði, eins og allir aðrir, lært um ljóð í skóla og fannst þau ekkert sérstaklega flott. Þetta voru falleg orð en ég leit ekki á þau sem spennandi tjáningarform, sem eitthvað meira en fallega uppröðun orða frá dauðum, hvítum körlum. En þarna sat ég og heillaðist af lifandi flutningi þessara ungu skálda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu