Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Flytur viðkvæm og einlæg ljóð

Vig­dís Ósk Howser Harð­ar­dótt­ir henti sér út í djúpu laug­ina eft­ir að hafa kynnst ljóðlist­inni og gerð­ist skáld og rapp­ari. Nú býr hún í Berlín og er að reyna að skapa senu sem svip­ar til þeirr­ar sem varð til á Ís­landi.

Flytur viðkvæm og einlæg ljóð
Var ekki einu sinni skúffuskáld Vigdís datt inn í listasenuna, hálfgert fyrir tilviljun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vigdís Ósk Howser Harðardóttir hefur á síðustu árum vakið talsverða athygli í menningarlífinu. Hún hefur verið burðarás í grasrót ljóðlistarinnar og haldið utan um ljóðakvöld Hispursmeyjanna, rappað og tekið pláss með Reykjavíkurdætrum og síðan farið eigin leiðir með einkaverkefni sitt, Fever Dream.

Fyrir fjórum árum, þegar Vigdís var 21 árs gömul, bauð vinkona hennar, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, henni að flytja ljóð sín á ljóðakvöldi skáldahópsins Fríyrkjunnar. Sólveig, sem er ein stofnenda hópsins, hafði áður dregið Vigdísi með sér á ljóðaupplestur í Kaldalóni í Hörpu. „Að sjá þetta listform í persónu heillaði mig ótrúlega mikið,“ segir Vigdís blaðamanni. „Ég hafði, eins og allir aðrir, lært um ljóð í skóla og fannst þau ekkert sérstaklega flott. Þetta voru falleg orð en ég leit ekki á þau sem spennandi tjáningarform, sem eitthvað meira en fallega uppröðun orða frá dauðum, hvítum körlum. En þarna sat ég og heillaðist af lifandi flutningi þessara ungu skálda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár