Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hjarta síðasta hvalveiðimannsins

Kristján Lofts­son í Hval hf. er lík­lega síð­asti Ís­lend­ing­ur­inn sem mun stunda veið­ar á lang­reyð­um. Hann er kom­inn á átt­ræðis­ald­ur og held­ur áfram að veiða dýr, hverra af­urða er lít­il eft­ir­spurn eft­ir. Hvað veld­ur því að Kristján vill gera þetta þrátt fyr­ir að tap sé á hval­veið­un­um á hverju ári og þrátt fyr­ir mikla and­stöðu um­heims­ins?

Hjarta síðasta hvalveiðimannsins
Stundin sem Kristján beið eftir Kristján Loftsson hafði lengi beðið eftir þeirri stund að sjá fyrstu langreyðina dregna á land eftir að hvalveiðar hófust aftur eftir 20 ára hlé 2006. Hann sést hér með þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einari Kr. Guðfinnssyni. Mynd: mbl/ÞÖK

„Hann er fæddur og alinn upp í Hvalnum. Þetta var, og er, hans hjartans áhugamál,“ sagði Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, viðskiptafélaga Kristjáns Loftssonar hvalveiðimanns í áratugi, um Kristján í viðtali við Stundina árið 2016. Feður Kristjáns og Árna, Loftur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason, stofnuðu Hval hf. árið 1948 og hófu veiðar á hvölum í gegnum félagið. Bæði Kristján og Árni eru aldir upp við hvalveiðar; veiðarnar voru í blóði þeirra, hluti af þeim, en áttu ólíkan stað í hjörtum þeirra.

Ingibjörg útskýrði á hvaða forsendum Kristján Loftsson vildi halda áfram að veiða hvali, langreyðar á Íslandsmiðum, þótt ljóst væri að veiðarnar væru ekki arðbærar fjárhagslega. Á meðan var Árni miklu skeptískari á veiðarnar á einföldum viðskiptalegum forsendum: Hvalveiðarnar eru ekki arðbærar. Ekki hefur náðst að selja hvalkjötið á verði sem er nægilega hátt til að dekka kostnaðinn við veiðarnar. Kristján rembist hins vegar eins og rjúpan við staurinn …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár