„Hann er fæddur og alinn upp í Hvalnum. Þetta var, og er, hans hjartans áhugamál,“ sagði Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, viðskiptafélaga Kristjáns Loftssonar hvalveiðimanns í áratugi, um Kristján í viðtali við Stundina árið 2016. Feður Kristjáns og Árna, Loftur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason, stofnuðu Hval hf. árið 1948 og hófu veiðar á hvölum í gegnum félagið. Bæði Kristján og Árni eru aldir upp við hvalveiðar; veiðarnar voru í blóði þeirra, hluti af þeim, en áttu ólíkan stað í hjörtum þeirra.
Ingibjörg útskýrði á hvaða forsendum Kristján Loftsson vildi halda áfram að veiða hvali, langreyðar á Íslandsmiðum, þótt ljóst væri að veiðarnar væru ekki arðbærar fjárhagslega. Á meðan var Árni miklu skeptískari á veiðarnar á einföldum viðskiptalegum forsendum: Hvalveiðarnar eru ekki arðbærar. Ekki hefur náðst að selja hvalkjötið á verði sem er nægilega hátt til að dekka kostnaðinn við veiðarnar. Kristján rembist hins vegar eins og rjúpan við staurinn …
Athugasemdir