Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Miklu fleira ungt fólk í foreldrahúsum en á Norðurlöndunum

14% fólks 25-34 ára býr í for­eldra­hús­um á Ís­landi mið­að við 6% á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Skýr­ari við­mið eru um hvað telst sann­gjörn leiga á Norð­ur­lönd­un­um að mati Íbúðalána­sjóðs.

Miklu fleira ungt fólk í foreldrahúsum en á Norðurlöndunum

Um 14% fólks á aldrinum 25 til 34 ára býr í foreldrahúsum á Íslandi en hlutfallið er um og undir 6% hjá nágrannalöndum okkar. Leiða má líkur að því að staðan hér á landi sé að miklu leyti sökum skorts á húsnæði sem hæfir ungu fólki til kaups eða leigu, að mati Íbúðalánasjóðs.

Spurningar eru uppi um hvort á Íslandi séu skýr viðmið um hvað teljist vera sanngjörn og eðlileg leiga, að mati Unu Jónsdóttur, deildarstjóra leigumarkaðar hjá Íbúðalánasjóði. Á fundi sjóðsins um húsnæðisleigufélög í gær vakti hún máls á því að samkvæmt íslenskum húsaleigulögum sé áskilið að leiga skuli að jafnaði vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila.

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsumÍsland sker sig úr hinum Norðurlöndunum.

„Í Svíþjóð eru til að mynda starfrækt samtök leigjenda sem semja árlega um leiguverð við leigusala, og þar er kveðið á um að leiguverð skuli vera sanngjarnt,“ sagði Una. „Viðmiðið um hvað teljist sanngjarnt verð byggist á samræmdri aðferð við að meta kosti húsnæðisins. Hægt er að skjóta síðan ágreiningi til húsaleigunefndar sem getur ákveðið nýtt leiguverð.“

Hún bætti því við að almenna reglan í Noregi sé sú að leigusamningar séu ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og óheimilt sé að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana, og þá aðeins einu sinni á ári.

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur farið hækkandi á Íslandi síðustu ár. Frá 2005 til 2015 fjölgaði hlutfall 20 til 24 ára í foreldrahúsum til dæmis úr 48% í 57%.

Eygló Harðardóttir, þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, vakti nokkra athygli árið 2015 þegar hún lagði til að ungt fólk mætti húsnæðisvandanum með því að spara og búa lengur hjá foreldrum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hryðjuverk í París

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár