Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigmundur spyr Steingrím hvort „hálfnakið fólk“ á vappi um þinghúsið auki virðingu Alþingis

Seg­ir þing­hús­ið not­að í aug­lýs­inga­skyni og velt­ir því fyr­ir sér hvort vænta megi til­slak­ana á regl­um um klæða­burð Al­þing­is­manna.

Sigmundur spyr Steingrím hvort „hálfnakið fólk“ á vappi um þinghúsið auki virðingu Alþingis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram fyrirspurn til forseta Alþingis í dag þar sem hann spyr „hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu“.

Þar vísar hann til ljósmyndasýningarinnar Demoncrazy á Listahátíð Reykjavíkur þar sem sjá má ungar berbrjósta konur standa ákveðnar og einbeittar við styttur, ljósmyndir og málverk af valdamiklum körlum í opinberum rýmum. 

Í umfjöllun um verkið á vef Listahátíðar segir meðal annars: „Þær horfa beint í myndavélina og ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Þær eru komnar til að vera. DEMONCRAZY er röð ljósmynda í yfirstærð sem sýndar eru á Austurvelli.“

Sigmundur leggur eftirfarandi spurningar fyrir Steingrím J. Sigfússon þingforseta:

1. Hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu? 

2. Telur forseti Alþingis slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum til þess fallna að auka virðingu Alþingis? 

3. Var þetta leyfi tengt stuðningi forseta Alþingis við málstað þeirra sem leyfið hlutu? 

4. Mega aðrir hópar vænta þess að fá leyfi fyrir sams konar viðburðum óháð því hvort forseti Alþingis er fylgjandi málstað þeirra eða ekki? 

5. Er þetta leyfi til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu