Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm menn til að „aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi“ á HM

Fimm ís­lensk­ir lög­reglu­menn verða á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu í Rússlandi til að hafa eft­ir­lit og vinna með rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. Rík­is­lög­reglu­stjóri hyggst vera virk­ur á sam­fé­lags­miðl­um til að miðla upp­lýs­ing­um til stuðn­ings­manna.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm menn til að „aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi“ á HM
Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri verður virkur á samfélagsmiðlum yfir HM í knattspyrnu.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm íslenska lögreglumenn til Rússlands á meðan heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stendur. „„Hlutverk lögreglumannanna verður að aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi á meðan á mótinu stendur þannig að upplifun stuðningsmanna geti orðið sem ánægjulegust fyrir alla,“ segir í tilkynningu frá embættinu í dag.

„Tveir lögreglumenn munu starfa í alþjóðlegri stjórnstöð löggæslu í Moskvu en þar eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim löndum sem taka þátt í mótinu,“ segir í tilkynningunni. „Þá munu þrír lögreglumenn fylgja liðinu á þá staði sem Ísland keppir á og munu þeir fylgja rússneskum lögreglumönnum við eftirlit í kringum stuðningsmannasvæði og leikvang.“

Hægt verður að fylgjast með embættinu á Facebook, Instagram og Twitter á meðan mótinu stendur og hvetur ríkislögreglustjóri þá sem eru á leið til Rússlands til að gerast áskrifendur. „Í þessum tilgangi mun ríkislögreglustjóri vera virkur á samfélagsmiðlum en þar verður upplýsingum miðlað til stuðningsmanna,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að ríkislögreglustjóri verði í nánu og góðu samstarfi við utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Moskvu, Tólfuna og KSÍ við að safna og miðla gagnlegum upplýsingum til stuðningsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár