Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm menn til að „aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi“ á HM

Fimm ís­lensk­ir lög­reglu­menn verða á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu í Rússlandi til að hafa eft­ir­lit og vinna með rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. Rík­is­lög­reglu­stjóri hyggst vera virk­ur á sam­fé­lags­miðl­um til að miðla upp­lýs­ing­um til stuðn­ings­manna.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm menn til að „aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi“ á HM
Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri verður virkur á samfélagsmiðlum yfir HM í knattspyrnu.

Ríkislögreglustjóri sendir fimm íslenska lögreglumenn til Rússlands á meðan heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stendur. „„Hlutverk lögreglumannanna verður að aðstoða rússnesk yfirvöld við að halda uppi öryggi á meðan á mótinu stendur þannig að upplifun stuðningsmanna geti orðið sem ánægjulegust fyrir alla,“ segir í tilkynningu frá embættinu í dag.

„Tveir lögreglumenn munu starfa í alþjóðlegri stjórnstöð löggæslu í Moskvu en þar eiga sæti fulltrúar frá öllum þeim löndum sem taka þátt í mótinu,“ segir í tilkynningunni. „Þá munu þrír lögreglumenn fylgja liðinu á þá staði sem Ísland keppir á og munu þeir fylgja rússneskum lögreglumönnum við eftirlit í kringum stuðningsmannasvæði og leikvang.“

Hægt verður að fylgjast með embættinu á Facebook, Instagram og Twitter á meðan mótinu stendur og hvetur ríkislögreglustjóri þá sem eru á leið til Rússlands til að gerast áskrifendur. „Í þessum tilgangi mun ríkislögreglustjóri vera virkur á samfélagsmiðlum en þar verður upplýsingum miðlað til stuðningsmanna,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að ríkislögreglustjóri verði í nánu og góðu samstarfi við utanríkisráðuneytið, sendiráð Íslands í Moskvu, Tólfuna og KSÍ við að safna og miðla gagnlegum upplýsingum til stuðningsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár