Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Lög­reglu áfram snið­inn þröng­ur stakk­ur sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika
Útkallsökutæki verði til reiðu í 90 prósentum tilvika Viðmið ríkisstjórnarinnar um „besta mögulega þjónustustig“ lögreglunnar vekja athygli. Mynd: Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að árið 2023 verði lögregla í 90 prósentum tilvika tilbúin með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast, svo sem þegar þörf er á lífsbjargandi aðstoð. Slíkt viðmið birtist í umfjöllun um stefnumótun á sviði löggæslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í síðustu viku.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja viðmiðið til marks um metnaðarleysi í löggæslumálum. Óásættanlegt sé að ríkisstjórnin telji 90 prósenta árangur í mönnun forgangsútkalla vera viðunandi. „Minni hlutinn telur fulla ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum lögreglu,“ segir í umsögn þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, þeirra Önnu Kolbrúnar Árnadóttur úr Miðflokknum, Guðmundar Andra Thorssonar úr Samfylkingu, Jóns Steindórs Valdimarssonar úr Viðreisn og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur Pírata. 

Í fjármálaáætlun eru skilgreind þrjú meginmarkmið í löggæslumálum: besta mögulega þjónustustig, hæsta mögulega öryggisstig og traust og heiðarleg lögregla. Eitt viðmiðanna fyrir besta mögulega þjónustustig árið 2023 hljóðar svo:„Útkallsökutæki er laust og mannað til að sinna útkalli í 90% tilvika í forgangsflokkum F1 og F2 og í 70% tilvika í forgangsflokkum F3 og F4.“ 

Forgangsflokkar F1 og F2 eru útköll þar sem lögregla notar forgangsljós til að komast skjótt á vettvang. Er flokkunum lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglu frá 2009: „F1: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Talin er þörf á lífsbjargandi aðstoð“ og „F2: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Þörf er á skjótri aðstoð lögreglu svo sem á slysavettvang þar sem sjúkrabifreið er þegar komin á staðinn eða um yfirstandandi afbrot er að ræða.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár