Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kynningarmyndbönd KSÍ af íslenska landsliðinu gagnrýnd: „Eins og nýnasistar á sterum“

Ís­lensk­ir lands­liðs­menn eru sýnd­ir sem vík­ing­ar og vöðvatröll í nýj­um kynn­ing­ar­mynd­um Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. „Hér eru þeir orðn­ir ómann­eskju­leg­ir, blóð­þyrst­ir barbar­ar,“ seg­ir gagn­rýn­andi.

Kynningarmyndbönd KSÍ af íslenska landsliðinu gagnrýnd: „Eins og nýnasistar á sterum“
Úr kynningarmyndbandi KSÍ Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er sýndur sem aggressíft vöðvatröll með ótilgreindar slettur á sér í kynningarmynd KSÍ. Mynd: KSÍ/Facebook

Ný myndbandaröð Knattspyrnusambands Íslands sem sýnir liðsmenn knattspyrnulandsliðs Íslands sem ofurhetjur er gagnrýnt fyrir að minna um of á áróðursmyndir nasista. 

Í teikningunum af landsliðsmönnunum eru þeir útmálaðir sem harðfylgin og árásarhneigð vöðvatröll og þeir tengdir við tákn víkinga. Þess ber að geta að víkingar fóru reglulega til Rússlands í svokallaðan austur-víking, en þar var aðallega um verslunarferðir að ræða, fremur en dráps- og ránsferðir eins og þegar farið var í vesturvíking til Bretlandseyja.

Myndböndin virðast ætluð til dreifingar erlendis, þar sem nýjasta myndbandinu er deilt með orðunum „We are ready for Russia. What about you?“

Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddssen segir myndbandaröðina „ömurlega“, „hallærislega“ og „korter í „white power“-ímyndir.“ 

„Mikið er þetta hallærislegt. Íslenska liðið hefur fyrst og fremst notið vinsælda vegna drengskapar og gleði; heilnæms viðhorfs til íþróttarinnar og stuðs. Hér eru þeir orðnir ómanneskjulegir, blóðþyrstir barbarar. Vígamenn og nokkurs konar arískur undirtónn í þessu. Korter í "white power" ímyndir. Ömurlegt, klisjukennt víkingablæti. Og þetta á vegum KSÍ!? Hörmung!!!“ segir Arnar Eggert.

„Hér eru þeir orðnir ómanneskjulegir, blóðþyrstir barbarar.“

Leikarinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson veltir því upp á Facebook í dag hvort aðrar áherslur hefðu komið til greina. „Hefði viljað vera á þessum hugmyndafundi: „Hvaða ímynd viljum við sýna? Kannski leggja áherslu á að alþingi á Þingvöllum er eitt það elsta á Norðurlöndum og þó svo víðar væri leitað? Að við áttum fyrsta kvenkyns forsetann og stöndum í fremstu röð í jafnréttismálum? Að við erum vel menntuð þjóð og eigum fullt af góðum vísindamönnum og listamönnum á öllum sviðum? Nei, sýnum þá ímynd að við séum eins og ný-nasistar á sterum með ranghugmyndir um víkingamenningu“.“

Myndböndin vekja hins vegar góð viðbrögð hjá erlendum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég er mexíkóskur og ég hef stutt Ísland frá árinu 2014; og ég mun styðja ykkur í staðinn fyrir landsliðið mitt. Gangi ykkur vel!“ segir knattspyrnuáhugamaður frá Mexíkó. 

Þá segist Brasilíumaður einnig styðja íslenska liðið umfram sitt. „Ég er brasilískur, en ég kýs að styðja við íslenska liðið frekar en það brasilíska. Ísland er eitt af uppáhaldsliðum mínum í heimsmeistarakeppninni 2018. Mig dreymir um að heimsækja Ísland, og höfuðborgina Reykjavík,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár