Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kynningarmyndbönd KSÍ af íslenska landsliðinu gagnrýnd: „Eins og nýnasistar á sterum“

Ís­lensk­ir lands­liðs­menn eru sýnd­ir sem vík­ing­ar og vöðvatröll í nýj­um kynn­ing­ar­mynd­um Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. „Hér eru þeir orðn­ir ómann­eskju­leg­ir, blóð­þyrst­ir barbar­ar,“ seg­ir gagn­rýn­andi.

Kynningarmyndbönd KSÍ af íslenska landsliðinu gagnrýnd: „Eins og nýnasistar á sterum“
Úr kynningarmyndbandi KSÍ Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er sýndur sem aggressíft vöðvatröll með ótilgreindar slettur á sér í kynningarmynd KSÍ. Mynd: KSÍ/Facebook

Ný myndbandaröð Knattspyrnusambands Íslands sem sýnir liðsmenn knattspyrnulandsliðs Íslands sem ofurhetjur er gagnrýnt fyrir að minna um of á áróðursmyndir nasista. 

Í teikningunum af landsliðsmönnunum eru þeir útmálaðir sem harðfylgin og árásarhneigð vöðvatröll og þeir tengdir við tákn víkinga. Þess ber að geta að víkingar fóru reglulega til Rússlands í svokallaðan austur-víking, en þar var aðallega um verslunarferðir að ræða, fremur en dráps- og ránsferðir eins og þegar farið var í vesturvíking til Bretlandseyja.

Myndböndin virðast ætluð til dreifingar erlendis, þar sem nýjasta myndbandinu er deilt með orðunum „We are ready for Russia. What about you?“

Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddssen segir myndbandaröðina „ömurlega“, „hallærislega“ og „korter í „white power“-ímyndir.“ 

„Mikið er þetta hallærislegt. Íslenska liðið hefur fyrst og fremst notið vinsælda vegna drengskapar og gleði; heilnæms viðhorfs til íþróttarinnar og stuðs. Hér eru þeir orðnir ómanneskjulegir, blóðþyrstir barbarar. Vígamenn og nokkurs konar arískur undirtónn í þessu. Korter í "white power" ímyndir. Ömurlegt, klisjukennt víkingablæti. Og þetta á vegum KSÍ!? Hörmung!!!“ segir Arnar Eggert.

„Hér eru þeir orðnir ómanneskjulegir, blóðþyrstir barbarar.“

Leikarinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson veltir því upp á Facebook í dag hvort aðrar áherslur hefðu komið til greina. „Hefði viljað vera á þessum hugmyndafundi: „Hvaða ímynd viljum við sýna? Kannski leggja áherslu á að alþingi á Þingvöllum er eitt það elsta á Norðurlöndum og þó svo víðar væri leitað? Að við áttum fyrsta kvenkyns forsetann og stöndum í fremstu röð í jafnréttismálum? Að við erum vel menntuð þjóð og eigum fullt af góðum vísindamönnum og listamönnum á öllum sviðum? Nei, sýnum þá ímynd að við séum eins og ný-nasistar á sterum með ranghugmyndir um víkingamenningu“.“

Myndböndin vekja hins vegar góð viðbrögð hjá erlendum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég er mexíkóskur og ég hef stutt Ísland frá árinu 2014; og ég mun styðja ykkur í staðinn fyrir landsliðið mitt. Gangi ykkur vel!“ segir knattspyrnuáhugamaður frá Mexíkó. 

Þá segist Brasilíumaður einnig styðja íslenska liðið umfram sitt. „Ég er brasilískur, en ég kýs að styðja við íslenska liðið frekar en það brasilíska. Ísland er eitt af uppáhaldsliðum mínum í heimsmeistarakeppninni 2018. Mig dreymir um að heimsækja Ísland, og höfuðborgina Reykjavík,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár