Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Þing­menn fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sam­þykktu nefndarálit þar sem hvatt er til kort­lagn­ing­ar á borg­ara­laun­um. Fjár­mála­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar gagn­rýn­ir hug­mynd­irn­ar og Al­þýðu­sam­band­ið tel­ur óráð að rík­is­sjóð­ur fjár­magni skil­yrð­is­lausa grunn­fram­færslu allra lands­manna.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Innleiðing borgaralauna á Íslandi er afleit hugmynd að mati fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þetta er ljóst af umsögn borgarinnar um þingsályktunartillögu Pírata sem unnin var að beiðni velferðarnefndar Alþingis meðan málið var þar til umfjöllunar.

„Draga má sterklega í efa að það að láta alla einstaklinga 18 ára og eldri fá skilyrðislaust háar fjárhæðir í hverjum mánuði úr ríkissjóði leiði til þess að þeir sem lakast eru settir fái bætta afkomu. Það er mun líklegra að þeir sem lakast standa fari verst út úr slíkum kerfisbreytingum,“ segir í umsögninni sem rituð er af Birgi Birni Sigurjónssyni fjármálastjóra borgarinnar.

Eins og Stundin greindi frá í gær hefur minnihluti velferðarnefndar, sem samanstendur af fulltrúum Pírata, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins, samþykkt nefndarálit þar sem lagt er til að þingsályktunartillaga um borgaralaun verði samþykkt óbreytt.

Tillagan snýst um að Alþingi feli félags- og jafnréttismálaráðherra, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra, að skipa starfshóp sem kortleggi leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu. 

Borgaralaun ryðji „þunglamalegu skriffinnskubákni“ úr vegi

Halldóra MogensenÞingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um borgaralaun.

„Það segir sig sjálft að þegar grunnframfærslan er orðin skilyrðislaus minnkar flækjustigið töluvert, eftirlit verður óþarft og þetta þunglamalega skriffinnskubákn getur vikið,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Ljóst er að skilyrt framfærsla er nú þegar greidd í gegnum nokkur mismunandi kerfi. Skýr lög um skilyrðislausa grunnframfærslu gætu því ekki eingöngu haft í för með sér ákveðin samfélagslegan sparnað, líkt og rannsóknir gefa til kynna, heldur gæti komið til raunverulegs sparnaðar ríkis og sveitarfélaga.“ 

Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri bendir á að ef t.d. öllum Íslendingum 18 ára og eldri yrði veitt 300 þúsund króna framlag á mánuði myndi slíkt kosta ríkissjóð 930,8 milljarða, rúmlega 100 milljörðum meira en nemur öllum útgjöldum A-hluta ríkissjóðs samanlögðum.

„Þegar horft er á þessar tölur hlýtur […] spurningin um fjármögnun að vakna. Ef ríkið einfaldlega prentaði meiri peninga færu áhrifin þráðbeint út í verðlagið og það myndi leiða til óðaverðbólgu og gengislækkana enda verða ekki til ný framleiðsluverðmæti og tekjur með seðlaprentun eða stórfelldum erlendum lántökum. Þess vegna yrði væntanlega að mæta þessu að öllu eða miklu leyti með nýjum tekjum ríkisins og samdrætti í ríkisútgjöldum,“ skrifar hann og bendir á að ráðast þyrfti í gríðarlegan niðurskurð og skattahækkanir til að standa undir slíkum kostnaði. 

Birgir Björn Sigurjónssonfjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Þá víkur hann að hugsanlegum afleiddum áhrifum. Til að mynda megi reikna með að eftir innleiðingu borgaralauna reyni fyrirtæki í auknu mæli að draga úr öllum launagreiðslum umfram lágmarkstaxta með skírskotun í að starfsmenn fái miklar launahækkanir í gegnum borgaralaun. „Það skapar fyrirtækjum tækifæri til að auka arðsemi sína enn frekar.

Þetta er í samræmi við umfjöllun fræðimannanna Anne GrayLuke Martinelli og Daniel Zamora um borgaralaun, en þau hafa bent á að lág eða mjög hófleg borgaralaun kunni að virka sem eins konar niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnurekenda, hafa letjandi áhrif á kröfugerð launafólks og ala á láglaunastefnu.

Lágir launataxtar einn helsti
vandi íslensks velferðarsamfélags

Fram kemur í umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar að eitt af stóru vandamálunum í íslensku velferðarsamfélagi sé sú staðreynd að launataxtar á Íslandi eru almennt mjög lágir og lægstu taxtar í raun undir lágmarksframfærslukostnaði.

„Lægstu launataxtar eru að sjálfsögðu sérstakt vandamál sem ógnar nú þegar eðlilegri atvinnuþátttöku fólks sem ber saman ráðstöfunartekjur miðað við að taka láglaunastörf eða freista þess að fá alls kyns bætur, s.s. í gegnum almannatryggingar, atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð eða svarta vinnu meðfram bótagreiðslum. Stuðningur samfélagsins við þá sem standa lakast dregur dám af þessari staðreynd um launataxtana. Í stað þess að taka upp borgaralaun sem félagslegt tilraunaverkefni ætti að setja í forgang rýningu á stuðningskerfum ríkis og sveitarfélaga gagnvart þeim einstaklingum og fjölskyldum sem lakast eru sett með það að markmiði að tryggja grunnframfærslu þeirra. Sá stuðningur hlýtur að vera skilyrtur.“

Niðurstaða fjármálaskrifstofunnar er sú að draga verði sterklega í efa að þeir sem nú hafi það verst verði betur settir með innleiðingu kerfis þar sem allir einstaklingar 18 ára og eldri fái háar fjárhæðir skilyrðislaust í hverjum mánuði úr ríkissjóði.

Alþýðusamband Íslands er sama sinnis og hefur varað sérstaklega við þeirri hugmynd að ríkissjóður fjármagni grunnframfærslu allra landsmanna. „Enda væri það gríðarlega kostnaðarsamt og myndi að öllum líkindum auka ójöfnuð og draga verulega úr getu hins opinbera til að veita almannaþjónustu og tryggja mannsæmandi framfærslu þeirra hópa sem þurfa að reiða sig á framfærslukerfi hins opinbera,“ segir í umsögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings hjá hagdeild ASÍ, um þingsályktunartillögu Pírata. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár