Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Þing­menn fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sam­þykktu nefndarálit þar sem hvatt er til kort­lagn­ing­ar á borg­ara­laun­um. Fjár­mála­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar gagn­rýn­ir hug­mynd­irn­ar og Al­þýðu­sam­band­ið tel­ur óráð að rík­is­sjóð­ur fjár­magni skil­yrð­is­lausa grunn­fram­færslu allra lands­manna.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Innleiðing borgaralauna á Íslandi er afleit hugmynd að mati fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þetta er ljóst af umsögn borgarinnar um þingsályktunartillögu Pírata sem unnin var að beiðni velferðarnefndar Alþingis meðan málið var þar til umfjöllunar.

„Draga má sterklega í efa að það að láta alla einstaklinga 18 ára og eldri fá skilyrðislaust háar fjárhæðir í hverjum mánuði úr ríkissjóði leiði til þess að þeir sem lakast eru settir fái bætta afkomu. Það er mun líklegra að þeir sem lakast standa fari verst út úr slíkum kerfisbreytingum,“ segir í umsögninni sem rituð er af Birgi Birni Sigurjónssyni fjármálastjóra borgarinnar.

Eins og Stundin greindi frá í gær hefur minnihluti velferðarnefndar, sem samanstendur af fulltrúum Pírata, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins, samþykkt nefndarálit þar sem lagt er til að þingsályktunartillaga um borgaralaun verði samþykkt óbreytt.

Tillagan snýst um að Alþingi feli félags- og jafnréttismálaráðherra, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra, að skipa starfshóp sem kortleggi leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu. 

Borgaralaun ryðji „þunglamalegu skriffinnskubákni“ úr vegi

Halldóra MogensenÞingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um borgaralaun.

„Það segir sig sjálft að þegar grunnframfærslan er orðin skilyrðislaus minnkar flækjustigið töluvert, eftirlit verður óþarft og þetta þunglamalega skriffinnskubákn getur vikið,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Ljóst er að skilyrt framfærsla er nú þegar greidd í gegnum nokkur mismunandi kerfi. Skýr lög um skilyrðislausa grunnframfærslu gætu því ekki eingöngu haft í för með sér ákveðin samfélagslegan sparnað, líkt og rannsóknir gefa til kynna, heldur gæti komið til raunverulegs sparnaðar ríkis og sveitarfélaga.“ 

Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri bendir á að ef t.d. öllum Íslendingum 18 ára og eldri yrði veitt 300 þúsund króna framlag á mánuði myndi slíkt kosta ríkissjóð 930,8 milljarða, rúmlega 100 milljörðum meira en nemur öllum útgjöldum A-hluta ríkissjóðs samanlögðum.

„Þegar horft er á þessar tölur hlýtur […] spurningin um fjármögnun að vakna. Ef ríkið einfaldlega prentaði meiri peninga færu áhrifin þráðbeint út í verðlagið og það myndi leiða til óðaverðbólgu og gengislækkana enda verða ekki til ný framleiðsluverðmæti og tekjur með seðlaprentun eða stórfelldum erlendum lántökum. Þess vegna yrði væntanlega að mæta þessu að öllu eða miklu leyti með nýjum tekjum ríkisins og samdrætti í ríkisútgjöldum,“ skrifar hann og bendir á að ráðast þyrfti í gríðarlegan niðurskurð og skattahækkanir til að standa undir slíkum kostnaði. 

Birgir Björn Sigurjónssonfjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Þá víkur hann að hugsanlegum afleiddum áhrifum. Til að mynda megi reikna með að eftir innleiðingu borgaralauna reyni fyrirtæki í auknu mæli að draga úr öllum launagreiðslum umfram lágmarkstaxta með skírskotun í að starfsmenn fái miklar launahækkanir í gegnum borgaralaun. „Það skapar fyrirtækjum tækifæri til að auka arðsemi sína enn frekar.

Þetta er í samræmi við umfjöllun fræðimannanna Anne GrayLuke Martinelli og Daniel Zamora um borgaralaun, en þau hafa bent á að lág eða mjög hófleg borgaralaun kunni að virka sem eins konar niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnurekenda, hafa letjandi áhrif á kröfugerð launafólks og ala á láglaunastefnu.

Lágir launataxtar einn helsti
vandi íslensks velferðarsamfélags

Fram kemur í umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar að eitt af stóru vandamálunum í íslensku velferðarsamfélagi sé sú staðreynd að launataxtar á Íslandi eru almennt mjög lágir og lægstu taxtar í raun undir lágmarksframfærslukostnaði.

„Lægstu launataxtar eru að sjálfsögðu sérstakt vandamál sem ógnar nú þegar eðlilegri atvinnuþátttöku fólks sem ber saman ráðstöfunartekjur miðað við að taka láglaunastörf eða freista þess að fá alls kyns bætur, s.s. í gegnum almannatryggingar, atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð eða svarta vinnu meðfram bótagreiðslum. Stuðningur samfélagsins við þá sem standa lakast dregur dám af þessari staðreynd um launataxtana. Í stað þess að taka upp borgaralaun sem félagslegt tilraunaverkefni ætti að setja í forgang rýningu á stuðningskerfum ríkis og sveitarfélaga gagnvart þeim einstaklingum og fjölskyldum sem lakast eru sett með það að markmiði að tryggja grunnframfærslu þeirra. Sá stuðningur hlýtur að vera skilyrtur.“

Niðurstaða fjármálaskrifstofunnar er sú að draga verði sterklega í efa að þeir sem nú hafi það verst verði betur settir með innleiðingu kerfis þar sem allir einstaklingar 18 ára og eldri fái háar fjárhæðir skilyrðislaust í hverjum mánuði úr ríkissjóði.

Alþýðusamband Íslands er sama sinnis og hefur varað sérstaklega við þeirri hugmynd að ríkissjóður fjármagni grunnframfærslu allra landsmanna. „Enda væri það gríðarlega kostnaðarsamt og myndi að öllum líkindum auka ójöfnuð og draga verulega úr getu hins opinbera til að veita almannaþjónustu og tryggja mannsæmandi framfærslu þeirra hópa sem þurfa að reiða sig á framfærslukerfi hins opinbera,“ segir í umsögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings hjá hagdeild ASÍ, um þingsályktunartillögu Pírata. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár