Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Þing­menn fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sam­þykktu nefndarálit þar sem hvatt er til kort­lagn­ing­ar á borg­ara­laun­um. Fjár­mála­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar gagn­rýn­ir hug­mynd­irn­ar og Al­þýðu­sam­band­ið tel­ur óráð að rík­is­sjóð­ur fjár­magni skil­yrð­is­lausa grunn­fram­færslu allra lands­manna.

Fjármálastjóri borgarinnar: Borgaralaun gætu skapað fyrirtækjum gróðatækifæri en bitnað á þeim fátækustu

Innleiðing borgaralauna á Íslandi er afleit hugmynd að mati fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þetta er ljóst af umsögn borgarinnar um þingsályktunartillögu Pírata sem unnin var að beiðni velferðarnefndar Alþingis meðan málið var þar til umfjöllunar.

„Draga má sterklega í efa að það að láta alla einstaklinga 18 ára og eldri fá skilyrðislaust háar fjárhæðir í hverjum mánuði úr ríkissjóði leiði til þess að þeir sem lakast eru settir fái bætta afkomu. Það er mun líklegra að þeir sem lakast standa fari verst út úr slíkum kerfisbreytingum,“ segir í umsögninni sem rituð er af Birgi Birni Sigurjónssyni fjármálastjóra borgarinnar.

Eins og Stundin greindi frá í gær hefur minnihluti velferðarnefndar, sem samanstendur af fulltrúum Pírata, Miðflokksins, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins, samþykkt nefndarálit þar sem lagt er til að þingsályktunartillaga um borgaralaun verði samþykkt óbreytt.

Tillagan snýst um að Alþingi feli félags- og jafnréttismálaráðherra, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra, að skipa starfshóp sem kortleggi leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu. 

Borgaralaun ryðji „þunglamalegu skriffinnskubákni“ úr vegi

Halldóra MogensenÞingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um borgaralaun.

„Það segir sig sjálft að þegar grunnframfærslan er orðin skilyrðislaus minnkar flækjustigið töluvert, eftirlit verður óþarft og þetta þunglamalega skriffinnskubákn getur vikið,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Ljóst er að skilyrt framfærsla er nú þegar greidd í gegnum nokkur mismunandi kerfi. Skýr lög um skilyrðislausa grunnframfærslu gætu því ekki eingöngu haft í för með sér ákveðin samfélagslegan sparnað, líkt og rannsóknir gefa til kynna, heldur gæti komið til raunverulegs sparnaðar ríkis og sveitarfélaga.“ 

Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri bendir á að ef t.d. öllum Íslendingum 18 ára og eldri yrði veitt 300 þúsund króna framlag á mánuði myndi slíkt kosta ríkissjóð 930,8 milljarða, rúmlega 100 milljörðum meira en nemur öllum útgjöldum A-hluta ríkissjóðs samanlögðum.

„Þegar horft er á þessar tölur hlýtur […] spurningin um fjármögnun að vakna. Ef ríkið einfaldlega prentaði meiri peninga færu áhrifin þráðbeint út í verðlagið og það myndi leiða til óðaverðbólgu og gengislækkana enda verða ekki til ný framleiðsluverðmæti og tekjur með seðlaprentun eða stórfelldum erlendum lántökum. Þess vegna yrði væntanlega að mæta þessu að öllu eða miklu leyti með nýjum tekjum ríkisins og samdrætti í ríkisútgjöldum,“ skrifar hann og bendir á að ráðast þyrfti í gríðarlegan niðurskurð og skattahækkanir til að standa undir slíkum kostnaði. 

Birgir Björn Sigurjónssonfjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Þá víkur hann að hugsanlegum afleiddum áhrifum. Til að mynda megi reikna með að eftir innleiðingu borgaralauna reyni fyrirtæki í auknu mæli að draga úr öllum launagreiðslum umfram lágmarkstaxta með skírskotun í að starfsmenn fái miklar launahækkanir í gegnum borgaralaun. „Það skapar fyrirtækjum tækifæri til að auka arðsemi sína enn frekar.

Þetta er í samræmi við umfjöllun fræðimannanna Anne GrayLuke Martinelli og Daniel Zamora um borgaralaun, en þau hafa bent á að lág eða mjög hófleg borgaralaun kunni að virka sem eins konar niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnurekenda, hafa letjandi áhrif á kröfugerð launafólks og ala á láglaunastefnu.

Lágir launataxtar einn helsti
vandi íslensks velferðarsamfélags

Fram kemur í umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar að eitt af stóru vandamálunum í íslensku velferðarsamfélagi sé sú staðreynd að launataxtar á Íslandi eru almennt mjög lágir og lægstu taxtar í raun undir lágmarksframfærslukostnaði.

„Lægstu launataxtar eru að sjálfsögðu sérstakt vandamál sem ógnar nú þegar eðlilegri atvinnuþátttöku fólks sem ber saman ráðstöfunartekjur miðað við að taka láglaunastörf eða freista þess að fá alls kyns bætur, s.s. í gegnum almannatryggingar, atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð eða svarta vinnu meðfram bótagreiðslum. Stuðningur samfélagsins við þá sem standa lakast dregur dám af þessari staðreynd um launataxtana. Í stað þess að taka upp borgaralaun sem félagslegt tilraunaverkefni ætti að setja í forgang rýningu á stuðningskerfum ríkis og sveitarfélaga gagnvart þeim einstaklingum og fjölskyldum sem lakast eru sett með það að markmiði að tryggja grunnframfærslu þeirra. Sá stuðningur hlýtur að vera skilyrtur.“

Niðurstaða fjármálaskrifstofunnar er sú að draga verði sterklega í efa að þeir sem nú hafi það verst verði betur settir með innleiðingu kerfis þar sem allir einstaklingar 18 ára og eldri fái háar fjárhæðir skilyrðislaust í hverjum mánuði úr ríkissjóði.

Alþýðusamband Íslands er sama sinnis og hefur varað sérstaklega við þeirri hugmynd að ríkissjóður fjármagni grunnframfærslu allra landsmanna. „Enda væri það gríðarlega kostnaðarsamt og myndi að öllum líkindum auka ójöfnuð og draga verulega úr getu hins opinbera til að veita almannaþjónustu og tryggja mannsæmandi framfærslu þeirra hópa sem þurfa að reiða sig á framfærslukerfi hins opinbera,“ segir í umsögn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings hjá hagdeild ASÍ, um þingsályktunartillögu Pírata. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár